Segja skattalækkanir síðustu átta ára nema 26%

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn seg­ir að hjón með reglu­leg meðallaun (670 þúsund krón­ur á mánuði) greiða nú tæp­lega 660 þúsund krón­um minna í tekju­skatt sam­an­lagt yfir árið, vegna skatta­læk­anna frá ár­inu 2013.

Þannig séu skatta­greiðslurn­ar sem um ræðir 26% lægri en þær væru ef áhrif skatta­lækk­anna síðustu 8 ára nyti ekki við.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Sjálf­stæðis­flokkn­um, þar sem nýopnuð skatta­reikni­vél er kynnt. Skatta­reikni­vél­ina má finna á vefn­um skattala­ekk­un.is.

Þar seg­ir að eigi hjón­in þrjú börn eru ráðstöf­un­ar­tekj­ur þeirra alls rúm­lega 820 þúsund krón­um hærri á ári vegna skatta­lækk­ana og hækk­un­ar barna­bóta frá ár­inu 2013.

Skattareiknivél Sjálfstæðisflokksins.
Skatta­reikni­vél Sjálf­stæðis­flokks­ins. Skjá­skot/​Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn

Tekju­lág­ir fá hlut­falls­lega mest

Lækk­un skatta og aukn­ing í ráðstöf­un­ar­tekj­um er hlut­falls­lega mest hjá tekju­lág­um, en þannig eru skatt­greiðslur hjóna á lág­marks­laun­um (351 þúsund krón­ur á mánuði) ríf­lega 75% lægri vegna breyt­ing­anna, eins og seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni.

„Frá því að við sett­umst í rík­is­stjórn á ný árið 2013 hafa skatt­ar stöðugt lækkað og kjör heim­il­anna í land­inu batnað. Með reikni­vél­inni get­ur fólk séð skýrt hvernig aðgerðir okk­ar snerta heim­il­is­bók­haldið á eig­in skinni. Það er mik­il­vægt að stjórn­mála­fólk líti ekki á skatt­kerfið sem tæki­færi til að hækka álög­ur á fólk og fjár­magna æv­in­týra­leg út­gjaldalof­orð. Við í Sjálf­stæðis­flokkn­um ætl­um að halda áfram á sömu braut lægri skatta og betri lífs­kjara á nýju kjör­tíma­bili,“ er haft eft­ir Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í frétta­til­kynn­ing­unni.

mbl.is