Slagsmál og fíkniefnaviðskipti algeng

Litla-Hraun. Fram kom á fundinum að turninn á framhlið byggingarinnar, …
Litla-Hraun. Fram kom á fundinum að turninn á framhlið byggingarinnar, sem hefur orðið að kennleiti hennar, muni hverfa. Dómsmálaráðherra segir turninn tímaskekkju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Oft og títt kem­ur til slags­mála milli fanga á Litla-Hrauni, sem hitt­ast venju­lega all­ir í einu í sama sam­komu­rými fang­els­is­ins. Mis­mun­andi gengi og hóp­ar á Litla-Hrauni bland­ast þannig svo úr verða hættu­leg­ar og óviðun­andi aðstæður fyr­ir fanga og fanga­verði. 

Þetta sagði Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri á blaðamanna­fundi í Hegn­ing­ar­hús­inu í morg­un, þar sem hann kynnti, ásamt Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra, að end­ur­bæt­ur séu hafn­ar á hús­næðinu á Litla-Hrauni, sem kosta munu alls 1,9 millj­arða. 

Til að bæta gráu ofan á svart ganga fíkni­efni kaup­um og söl­um milli fanga þegar þeir hitt­ast all­ir á sama stað. Tók Páll dæmi á fund­in­um um fíkni­efnið Spice, sem er lykt­ar­laust og seg­ir hann að einu grammi af efn­inu megi skipta upp í 400 neyslu­skammta. 

Þar að auki er aðstaða fyr­ir aðstand­end­ur fanga á Litla-Hrauni með öllu óviðun­andi og nefn­ir Páll í því sam­bandi að börn fanga verði að heim­sækja þá í þar til gerðum gámi á bíla­stæðinu fyr­ir utan fang­elsið.

Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Tíma­bær upp­bygg­ing

„Aðbúnaður­inn á Litla-Hrauni er bara kald­ur og and­styggi­leg­ur,“ seg­ir Páll við mbl.is að fundi lokn­um.

„Það er erfitt að skapa góða stemn­ingu en starfs­fólkið hef­ur reynt sitt allra besta við að breyta því og hef­ur staðið sig vel hvað það varðar, sér­stak­lega hvað varðar fíkni­efn­in.“

Páll seg­ir að ekki sé búið að kynna upp­bygg­ing­una fyr­ir föng­un­um, en að hann sé á leið beint á starfs­manna­fund þar sem mál­in verða rædd og kynnt í kjöl­farið. Hann seg­ir að fang­arn­ir verði ábyggi­lega glaðir með áformin og þá sér­stak­lega þau er snúa að heim­sókn­ar­tíma barna. 

„Það verða all­ir ánægðir með að geta fengið heim­sókn­ir frá börn­um sín­um í mann­sæm­andi aðstæðum en ekki í gámi úti á bíla­stæði,“ seg­ir hann. 

Fækk­ar brot­um og þannig þolend­um

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra kynnti áformin ásamt Páli, eins og fyrr seg­ir, og henni var tíðrætt um að fyr­ir­huguð upp­bygg­ing muni hjálpa til við að lækka end­ur­komutíðni fanga, sem er nú þegar ansi há eins og hún lýsti á fund­in­um. 

„Ég held að þegar þess­ari upp­bygg­ingu lýk­ur að þá verði að tryggja áfram­hald­andi og enn betri stuðning­ur hvort sem það er við mennt­un, þekk­ingu, at­vinnu­sköp­un og fíkni- eða geðvanda, fanga, til þess að ár­ang­ur í því verk­efni að lækka end­ur­komutíðni. Sam­fé­lagið á mikið und­ir við að það ger­ist vegna þess að þá fækk­um við glæp­um og af­brot­um og á sama tíma þolend­um af­brota,“ seg­ir Áslaug. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á blaðamannafundinum.
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra á blaðamanna­fund­in­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Spurð að því hvort upp­bygg­ing á Litla-Hrauni muni fjölga pláss­um og þannig ráða bót á viðvar­andi pláss­leysi ís­lenskra fang­elsa síðustu ár, seg­ir Áslaug að svo verði ekki endi­lega. Hún bend­ir á hið nýja Hólms­heiðarfang­elsi sem lagaði pláss­leysi um­tals­vert sem og þá staðreynd að fyr­ir­huguð áform séu ein­ung­is hugsuð sem end­ur­bæt­ur en ekki stækk­un. 

„Í raun­inni eru fang­els­ispláss­in okk­ar í dag að svara dæmd­um refs­ing­um ágæt­lega á ári hverju. En við erum með of langa boðun­arlista vegna ým­issa atriða og svo hafa refs­ing­ar verið að þyngj­ast, en við höf­um farið í sér­stak­ar aðgerðir til að stytta boðun­arlista, til dæm­is með notk­un sam­fé­lagsþjón­ustu. En það er í raun ekki verið að stytta boðun­arlista með þess­ari upp­bygg­ingu held­ur er frek­ar verið að bæta aðstöðu með því að skipta föng­um bet­ur upp í hópa og koma til móts við eðli­leg­ar þarf­ir í fang­elsis­kerf­inu,“ seg­ir Áslaug Arna. 

mbl.is