Fundir við flygilinn

Jakob Frímann Magnússon á sviði.
Jakob Frímann Magnússon á sviði. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég mun sitja við flygil­inn og hefja fund­ina með íhug­un­ar­tónlist, til að ná stemn­ingu í staf­rófi tóna og hljóma. Þetta verður spil, spjall og spuni og þarna verður spurt í hvernig sam­fé­lagi við vilj­um búa. Mín­ir eyrna­hlemm­ar verða spennt­ir fyr­ir því sem fólk hef­ur fram að færa. Það er hægt að semja lög víðar en við Aust­ur­völl,“ seg­ir Jakob Frí­mann Magnús­son, odd­viti Flokks fólks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi og Stuðmaður með meiru.

Jakob er ásamt öðrum fram­bjóðend­um flokks­ins á leiðinni í funda­ferð um kjör­dæmið og hefja þeir leik í Síld­ar­minja­safn­inu á Sigluf­irði á sunnu­dag­inn kl. 14.

Jakob og fé­lag­ar verða í Hofi á Ak­ur­eyri sama dag kl. 17 og kl. 20 á kaffi­hús­inu Gísli, Ei­rík­ur og Helgi á Dal­vík. Á mánu­dag­inn er fund­ur kl. 17.30 á Hildi­brand hót­eli í Nes­kaupstað og kl. 20.30 í Tón­list­armiðstöð Aust­ur­lands á Eskif­irði. Næsta þriðju­dag verður m.a. fundað í Vala­skjálf á Eg­ils­stöðum kl. 20.30.

Fund­arstaðirn­ir voru vald­ir með það í huga að flyg­ill eða pí­anó væru á staðnum, ann­ars er Jakob einnig með eigið hljóm­borð með í för.

„Mér líður alltaf vel við flygil­inn, finn til slök­un­ar og van­ur því að hugsa við hljóðfærið,“ seg­ir Jakob Frí­mann.

Verður tekið við ósk­um um stuðmanna­lög?

„Þegar við hitt­um fyr­ir Flokk fólks­ins, þar sem beðið er um rokk fólks­ins, þá verður því ekki neitað.“

Aðgang­ur að fund­un­um er ókeyp­is og öll­um frjáls.

„Við vilj­um jafna kjör fólks og þann aðstöðumun sem blas­ir við utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Við mun­um fanga kjarna þess sem kem­ur fram á hverj­um stað, hvað fólk tel­ur brýn­ast næstu árin, og fara með það nesti inn í umræðuna,“ seg­ir Jakob.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: