Breytti kyni frambjóðenda

Sigrún Dagný, Ingvar Sæland, Gunna Sóley, Þorgeir Kristinn.
Sigrún Dagný, Ingvar Sæland, Gunna Sóley, Þorgeir Kristinn. Samsett mynd/Twtter

Twitter-not­and­inn Jafet Sig­finns­son reyndi að gera upp hug sinn fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar um næstu helgi og prófaði að breyta kyni fram­bjóðenda. Jafet birti mynd­ir af fram­bjóðend­um við mikla lukku net­verja en sagði þó nýtt út­lit þeirra ekki hafa hjálpað mikið í ákv­arðana­tök­unni. 

„Veit ekk­ert hvaða flokk ég á að kjósa þannig að ég prófaði að gend­er-swappa odd­vit­un­um til að sjá hvort það segi mér eitt­hvað. (Hint: it did not),“ skrifaði Jafet meðal ann­ars og spurði aðra Twitter-not­end­ur hvort þeir myndu kjósa þetta fólk. 

Odd­vit­ar flokk­anna fengu nýtt út­lit og ný nöfn hjá Jafet en hann var þó ekki sá fyrsti sem tók sig til og breytti út­liti og nafni stjórn­mála­manna. 

Kiddi Jak, Lára Einars, Þorgeir Sindri, Birna Ben, Sigríður Inga, …
Kiddi Jak, Lára Ein­ars, Þor­geir Sindri, Birna Ben, Sig­ríður Inga, Guðmunda Friðlaug. Sam­sett mynd/​Twitter

 Hér fyr­ir neðan má sjá færslu Jafets á Twitter. 

mbl.is