Greiða 3.170 kr. fyrir hvert tonn

Hvert skip fékk 200 tonn í sinn hlut og má …
Hvert skip fékk 200 tonn í sinn hlut og má því reikna með að útgerðirnar greiði 3.170 krónur fyrir á hvert tonn eða rétt rúmar þrjár krónur á kíló. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fiski­stofa lauk fyr­ir helgi út­hlut­un viðbót­arafla­heim­ilda í mak­ríl til skipa í svo­kölluðum A-flokki, skipa sem veiða með öðrum veiðarfær­um en línu og hand­fær­um. Alls fengu 20 skip 4.000 tonn í sinn hlut.

Úthlut­un­in á sér stað gegn greiðslu og seg­ir í reglu­gerð að „verð á viðbót­arafla­heim­ild­um í mak­ríl skal nema sömu fjár­hæð og veiðigjald fyr­ir mak­ríl og skal það greitt Fiski­stofu fyr­ir út­hlut­un“. Að þessu sinni þurfa út­gerðir að greiða 634.000 krón­ur á hvert skip og nema heild­ar­tekj­ur af út­hlut­un­inni tæp­lega 12,7 millj­ón­um króna.

Gert er ráð fyr­ir að skip í A-flokki þurfi að sækja um sinn hlut af viðbót­arafla­heim­ild­um fyr­ir 10. sept­em­ber ár hvert og er út­hlutað því sem er til skipt­anna jafnt á milli um­sækj­enda 16. sept­em­ber ár hvert. Hvert skip fékk 200 tonn í sinn hlut og má því reikna með að út­gerðirn­ar greiði 3.170 krón­ur fyr­ir á hvert tonn eða rétt rúm­ar þrjár krón­ur á kíló.

Þær út­gerðir sem hlutu mest voru Brim hf. og dótt­ur­fé­lagið Ögur­vík hf. sem sam­an­lagt fengu þúsund tonn. Þrjú fé­lög fengu 600 tonn, tvö 400 tonn og tvö fé­lög fengu 200 tonn í sinn hlut. Eitt þeirra fé­laga sem fengu 200 tonn, Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur, er stór hlut­hafi í Brimi.

mbl.is
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: