Sjeikinn hækkaði um hundrað krónur

Tveir félagar með sjeik. Mynd úr safni.
Tveir félagar með sjeik. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Nýj­ar regl­ur tóku gildi í sum­ar um gjald­töku fyr­ir einnota plastílát. Þær fela það í sér að óheim­ilt er að gefa viðskipta­vin­um einnota plastílát und­ir mat og drykk sem tek­inn er með heim.

Nán­ar til­tekið þurfa sölustaðir að rukka fyr­ir hvert ein­asta plastílát en þeim er hins veg­ar í sjálfs­vald sett hversu hátt gjald er tekið.

Gjaldtaka á plastumbúðir.
Gjald­taka á plast­umbúðir.

Morg­un­blaðið hef­ur fengið ábend­ing­ar um gjald­töku á einnota umbúðum sem marg­ir myndu ef­laust telja óhóf­lega. Eitt dæmi var af ísbúð sem rukkaði 50 krón­ur fyr­ir hverja plastein­ingu. Þannig bætt­ust til að mynda 100 krón­ur við verðið fyr­ir box og plast­lok und­ir sj­eik og annað eins fyr­ir box og plast­skeið fyr­ir bragðaref. 

Um­hverf­is­stofn­un mun ráðast í átak nú á haust­mánuðum til að kynna og fræða veit­inga­menn og söluaðila um nýj­ar regl­ur um gjald­töku fyr­ir einnota plastílát. Regl­urn­ar tóku gildi í byrj­un júlí og fela það í sér að óheim­ilt er að gefa viðskipta­vin­um einnota plastílát und­ir mat og drykk sem tek­inn er með heim. Brögð eru að því að veit­ingastaðir hafi ekki til­einkað sér um­rædd­ar regl­ur en dæmi munu einnig vera um það að þeir hafi aðeins til­einkað sér þær að hluta eða að veit­inga­menn hafi ekki einu sinni heyrt af þess­um nýju regl­um.

„Við höf­um aðeins verið að heyra frá búðum sem spyrja hvernig út­færsl­an eigi að vera. Við sjá­um hins veg­ar mikla þörf fyr­ir að fleiri mat­sölustaðir þurfi að vita af þess­um regl­um,“ seg­ir Gró Ein­ars­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un.

Þarf að rukka fyr­ir öll ílát

Hún seg­ir að svo virðist sem marg­ir hafi ekki áttað sig á því hversu um­fangs­mikl­ar nýju regl­urn­ar eru. „Stund­um hafa mat­sölustaðir tekið upp nýtt verklag en ekki náð að fara yfir allt fram­boðið. Í raun­inni þarftu núna að rukka fyr­ir hvert einnota mat­ar- og drykkjarílát úr plasti. Sum­ir hafa kannski haldið að það sé nóg að rukka eitt gjald fyr­ir öll plastílát en svo er ekki. Það þarf að rukka fyr­ir hvert og eitt, líka fyr­ir litla boxið und­ir kokteilsós­una og plast­lokið á papp­aílát­inu.“

Auk þess að taka gjald fyr­ir plast­umbúðir þurfa sölustaðir einnig að gera grein fyr­ir gjald­tök­unni, á kassa­kvitt­un þarf verð fyr­ir hverj­ar umbúðir að vera sund­urliðað. Hverj­um og ein­um sölustað er hins veg­ar í sjálfs­vald sett hversu hátt gjald er tekið fyr­ir umbúðirn­ar. Þannig get­ur kaffi­boll­inn sem tek­inn er með heim kostað það sama og hann gerði áður en á kvitt­un­inni er hluti kaup­verðsins fyr­ir umbúðirn­ar. Ann­ar mögu­leiki er að verðið sé hærra eft­ir inn­leiðingu reglu­gerðar­inn­ar; að söluaðilar rukki sér­stak­lega fyr­ir umstang sem þessu fylg­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: