„Það má segja að makrílvertíðin hafi gengið vel“

Runólfur Runólfsson skipstjóri
Runólfur Runólfsson skipstjóri Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson

Mak­ríl­vertíðinni er lokið að sinni hjá lang­flest­um og kom Bjarni Ólafs­son AK með það sem verður lík­lega síðasti mak­ríl­farm­ur skips­ins á vertíðinni til Nes­kaupstaðar á laug­ar­dag. Nam afli skips­ins 260 tonn­um og var afl­inn úr ís­lensk­um sjó, um 160 míl­ur norðaust­ur af Dala­tanga

„Við feng­um þenn­an afla á þrem­ur dög­um. Það var tekið eitt hol á dag, kastað um há­deg­is­bil og híft um kvöld­mat­ar­leytið. Við feng­um 120 tonn í einu holi en síðan voru 65 og 75 tonn í hinum tveim­ur. Það var ekki mikið af mak­ríl þarna á ferðinni og fisk­ur­inn var afar dreifður,“ seg­ir Run­ólf­ur Run­ólfs­son, skip­stjóri á Bjarna Ólafs­syni, í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Bjarni Ólafsson AK að veiðum við suðurströndina.
Bjarni Ólafs­son AK að veiðum við suður­strönd­ina. Ljós­mynd/​Daði Ólafs­son

„Það má segja að mak­ríl­vertíðin hafi gengið vel en áber­andi var að fisk­ur­inn var miklu dreifðari en und­an­far­in ár. Hægt er að þakka sam­starfi skip­anna, sem lönduðu hjá Síld­ar­vinnsl­unni, fyr­ir ár­ang­ur­inn á vertíðinni. Sam­starfið var lyk­ill­inn að góðum ár­angri en það fel­ur í sér að afla allra skip­anna var dælt um borð í eitt þeirra hverju sinni,“ seg­ir Run­ólf­ur.

Á næst­unni mun Bjarni Ólafs­son halda til síld­ar­veiða.

mbl.is