Verður vel blautt á kjördag

Verjast má regninu með ýmsum ráðum.
Verjast má regninu með ýmsum ráðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vel verður blautt um land allt á laug­ar­dag þegar haldn­ar verða kosn­ing­ar til Alþing­is.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stof­unni er bú­ist við minna hvassviðri en í dag. Samt sem áður verður blautt á öllu land­inu og þá sér­stak­lega síðla dags og um kvöldið.

Lands­menn gætu því þurft að klæða sig í regn­kápu og stíg­vél á kjör­dag, hygg­ist þeir nýta lýðræðis­leg­an rétt sinn.

mbl.is