Þór kallaður út vegna flutningaskips

Varðskipið Þór á siglingu. Mynd úr safni.
Varðskipið Þór á siglingu. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Varðskipið Þór var kallað út í nótt eft­ir að tals­verð slagsíða hafði komið á er­lent flutn­inga­skip sem statt var suður af land­inu.

Farm­ur skips­ins hafði færst til í vonsku­veðri þegar skipið fór fyr­ir Reykja­nes, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Seg­ir í henni að áhöfn­in hafi freistað þess að fara inn til Vest­manna­eyja áður en aðstæður versnuðu.

„Hall­inn jókst þegar leið á og áttu skip­stjórn­ar­menn­irn­ir í erfiðleik­um með að halda stefnu inn til Vest­manna­eyja. Varðskipið Þór og hafn­sögu­bát­ur­inn Lóðsinn fylgdu skip­inu heilu og höldnu inn til hafn­ar. Þegar þangað var komið var slagsíða skips­ins orðin 10-15 gráður.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina