Ágúst Ólafur fer í síðustu ferðina

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson. mbl.is/Hari

Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fer í síðustu ut­an­lands­ferðina fyr­ir hönd Alþing­is á þessu kjör­tíma­bili, frá þessu er greint í Morg­un­blaðinu í dag.

Á vef Alþing­is kem­ur fram að Ágúst Ólaf­ur sæki nor­ræn­an sam­ráðsfund IPU, heims­sam­bands þjóðþinga, í Hels­inki í Finn­landi dag­ana 22.-24. sept­em­ber. Með hon­um í för er Arna Gerður Bang, starfsmaður skrif­stofu Alþing­is.

Al­menn­ar kosn­ing­ar til Alþing­is fara fram næst­kom­andi laug­ar­dag, 25. sept­em­ber, þegar kosn­ir verða 63 ein­stak­ling­ar til setu á Alþingi. Þann sama dag verður þing rofið sam­kvæmt for­seta­bréfi, sem gefið var út 12. ág­úst sl.

Missa umboðið á miðnætti

Eft­ir þær breyt­ing­ar sem gerðar voru á stjórn­ar­skránni 1991 (24. gr.) skulu alþing­is­menn halda umboði sínu fram til kjör­dags. Nýtt Alþingi skal koma sam­an eigi síðar en tíu vik­um eft­ir kjör­dag.

Með þingrof­inu á laug­ar­dag­inn missa all­ir nú­ver­andi alþing­is­menn umboð sitt frá miðnætti á föstu­dag­inn. Sum­ir þeirra munu ekki setj­ast aft­ur á Alþingi, þar á meðal Ágúst Ólaf­ur. Hann er ekki meðal fram­bjóðenda hjá Sam­fylk­ing­unni á laug­ar­dag­inn.

Eft­ir­tald­ir þing­menn, sem kjörn­ir voru á Alþingi 28. októ­ber 2017, verða annaðhvort ekki á list­um flokk­anna eða í efstu sæt­um þeirra í kosn­ing­un­um nú: Al­bertína Friðbjörg Elías­dótt­ir, Ari Trausti Guðmunds­son, Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, Guðjón S. Brjáns­son, Gunn­ar Bragi Sveins­son, Helgi Hrafn Gunn­ars­son, Jón Þór Ólafs­son, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, Kristján Þór Júlí­us­son, Ólaf­ur Ísleifs­son, Páll Magnús­son, Sig­ríður Á. And­er­sen, Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Smári McCart­hy, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, Þor­steinn Víg­lunds­son (hætti á kjör­tíma­bil­inu), Þor­steinn Sæ­munds­son og Þór­unn Eg­ils­dótt­ir(lát­in).

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina