„Freyja er mjög öflugt varðskip“

Garðar Nellett og skipherrann Einar H. Valsson máta sig í …
Garðar Nellett og skipherrann Einar H. Valsson máta sig í brúnni á Freyju í reynslusiglingu sem fór fram á dögunum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Starfs­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar fengu ný­verið tæki­færi til að ferðast til Hol­lands og fá þar kennslu á varðskipið Freyju sem af­hent verður Land­helg­is­gæsl­unni í októ­ber, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá stofn­un­inni.

Full­yrt er að þegar Freyja bæt­ist í flota Land­helg­is­gæsl­unn­ar verður „mik­il framþróun í björg­un­ar­getu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og aðbúnaði starfs­fólks.“ Er meðal ann­ars vak­in at­hygli á því að þegar Freyja kem­ur til lands­ins mun vera til taks tvö öfl­ug varðskip sem sér­út­bú­in eru til að sinna lög­gæslu, leit og björg­un á krefj­andi hafsvæðum um­hverf­is Ísland.

Minna en hálft ár er frá því að Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­málaráðherra, til­kynnti að varðskip yrði keypt fyr­ir Land­helg­is­gæsl­una og kveðst Georg Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæslu Íslands, ánægður með niður­stöðu kaup­ferl­is­ins sem gengið hef­ur hratt.

„Við erum ákaf­lega ánægð með niður­stöðu útboðsins og þjóðin kem­ur til með að fá afar vandað og vel búið varðskip. Drátt­ar­geta Freyju er til að mynda tæp­lega tvö­falt meiri en drátt­ar­geta varðskips­ins Þórs eða rúm 200 tonn. Einnig eru fær­an­leg­ir kran­ar á aft­urþilfari skips­ins sem gera björg­un­ar­störf og aðra vinnu áhafn­ar­inn­ar auðveld­ari. Þá er einn öfl­ug­ur stór krani fremst á aft­urþilfari. Skipið er mjög vel búið drátt­arspil­um svo taka má stór og öfl­ug skip í tog. Freyja hef­ur jafn­framt svo­kallað DP2 stjórn­kerfi sem er held­ur full­komn­ara en kerfi Þórs auk þess sem skipið er búið svo­kölluðu FIFI-2 slökkvi­kerfi. Við hjá Land­helg­is­gæsl­unni erum ákaf­lega spennt að fá þetta stór­góða skip í flot­ann. Með til­komu Freyju er stórt fram­fara­skref stigið í björg­un­ar­mál­um þjóðar­inn­ar. “ Seg­ir Georg.

Gísli Páll yfirvélstjóri lærir á stýribúnað vélarinnar.
Gísli Páll yf­ir­vél­stjóri lær­ir á stýri­búnað vél­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Varðskipið Freyja.
Varðskipið Freyja. Teikn­ing/​Land­helg­is­gæsl­an

Um borð í varðskip­inu Freyju eru vist­ar­ver­ur fyr­ir þrjá­tíu og fimm manns og gott þilfarspláss sem ger­ir skipið ein­stak­lega vel búið til að flytja björg­un­ar­búnað þegar sam­göng­ur á landi bregðast. Þá er Freyja út­bú­in sam­bæri­leg­um ísklassa og varðskipið Þór, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Freyja er mjög öfl­ugt varðskip og afar vel búið til að tak­ast á við þau verk­efni sem Land­helg­is­gæsl­unni eru fal­in. Í ferðinni á dög­un­um var gam­an að sjá þá fjöl­mörgu mögu­leika sem skipið býr yfir,“ seg­ir Ein­ar H. Vals­son, skip­herra Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Hann sigldi með Freyju á dög­un­um þar sem skipið var í verk­efni á veg­um selj­enda.

Aftari hluti brúar þar sem stjórntæki eru fyrir skip og …
Aft­ari hluti brú­ar þar sem stjórn­tæki eru fyr­ir skip og spil. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Setustofa skipsins. Aðbúnaður batnar til muna með tilkomu Freyju.
Setu­stofa skips­ins. Aðbúnaður batn­ar til muna með til­komu Freyju. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Krani skipsins.
Krani skips­ins. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Setustofi í brú Freyju.
Setu­stofi í brú Freyju. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
mbl.is