Johnson: Froskurinn Kermit hafði rangt fyrir sér

00:00
00:00

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sagði í gær að COP26 lofts­lags­ráðstefn­an í nóv­em­ber væri síðasta tæki­færi mann­kyns til þess að ákveða að draga veru­lega úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Í lit­ríkri ræðu frammi fyr­ir Sam­einuðu þjóðunum hvatti John­son mann­kynið til þess að koma ekki fram við jörðina eins og „ódauðlegt leik­fang“. Þá varaði hann við óaft­ur­kræf­um skaða sem lofts­lags­breyt­ing­ar hafa í för með sér. 

„Við höf­um í raun og veru gert þessa fal­legu jörð óbyggi­lega. Ekki bara fyr­ir okk­ur held­ur einnig fyr­ir marg­ar aðrar líf­ver­ur,“ sagði John­son. 

„Og það er þess vegna sem COP26 ráðstefn­an boðar þátta­skil fyr­ir mann­kynið.“

Ekk­ert að ótt­ast

Þá sagði John­son að fólk þurfi ekki að ótt­ast „græna bylt­ingu“.

„Þegar frosk­ur­inn Kermit söng „það er ekki auðvelt að vera grænn“ þá hafði hann rangt fyr­ir sér. Ég vil að þið vitið það. Svo var hann líka óþarf­lega dóna­leg­ur við frök­en Svínku,“ sagði John­son og vísaði þar til þátt­anna Prúðuleik­ar­anna.

mbl.is