Saksóknari og verjendur færa rök fyrir máli sínu

Armando Beqirai var myrtur á heimili sínu í Rauðagerði 13. …
Armando Beqirai var myrtur á heimili sínu í Rauðagerði 13. febrúrar síðastliðinn. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Aðalmeðferð í Rauðagerðismál­inu held­ur áfram í dag í héraðsdómi klukk­an níu, þegar sak­sókn­ari og verj­end­ur flytja mál sitt fyr­ir dóm­ara. Þannig mun þá aðalmeðferð máls­ins ljúka og verður dóm­ur að öll­um lík­ind­um kveðinn upp inn­an fjög­urra vikna.

Málið hófst þegar Arm­ando Beqirai var myrt­ur þann 13. fe­brú­ar sl. fyr­ir utan heim­ili sitt í Rauðagerði. 

Alls eru fjög­ur ákærð; Angj­el­in Sterkaj, Shpetim Qerimi, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho og Murat Selivrada. 

Angj­el­in hef­ur játað að hafa orðið Arm­ando að bana og eru hin þrjú ákærð fyr­ir sam­verknað. Öll neita þau sök. 

Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­héraðssak­sókn­ari flyt­ur málið fyr­ir hönd ákæru­valds­ins en sak­born­ing­arn­ir fjór­ir hafa hvern sinn verj­and­ann.

Loka­hnykk­ur­inn

Gera má ráð fyr­ir löng­um mál­flutn­ingi í dag enda er málið flókið og sak­argift­ir ákærðu í mál­inu til­tölu­lega mis­mun­andi. 

Á mánu­dag í síðustu viku hófst aðalmeðferðin í héraðsdómi með því að sak­born­ing­ar gáfu skýrslu fyr­ir dómi einn af öðrum. Dag­ana í kjöl­farið komu fjöl­mörg vitni og gáfu einnig skýrslu og voru þar á meðal ein­stak­ling­ar, sem upp­haf­lega voru færðir í gæslu­v­arðhald vegna máls­ins, rétt­ar­meina­fræðing­ar, lög­reglu­menn og aðrir sem tengd­ust mál­inu með ein­hverj­um hætti. 

Venju­bundið hlé var gert á aðalmeðferð fyr­ir réttri viku, að skýrslu­tök­um lokn­um, og held­ur hún því áfram í dag með loka­hnykkn­um, mál­flutn­ing­um. 

Fylgj­ast má með fram­vindu mála á mbl.is.

Anna Barbara Andradóttir hjá embætti héraðssaksóknara og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.
Anna Barbara Andra­dótt­ir hjá embætti héraðssak­sókn­ara og Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­héraðssak­sókn­ari. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is