Um 19% greitt atkvæði utan kjörfundar

Fleiri hafa greitt atkvæði utan kjörfundar nú en samtals utan …
Fleiri hafa greitt atkvæði utan kjörfundar nú en samtals utan kjörfundar í síðustu alþingiskosningum. mbl.is/Inga Þóra

Alls hafa um 18,7% kosn­inga­bærra manna greitt at­kvæði utan kjör­fund­ar í alþing­is­kosn­ing­un­um sem form­lega hefjast á morg­un. 

Sam­tals greiddu um 39.300 manns at­kvæði utan kjör­fund­ar í alþing­is­kosn­ing­un­um árið 2017 en nú hafa um 47.600 manns skilað inn at­kvæði utan kjör­fund­ar.

Útlit fyr­ir svipaða kjör­sókn í dag og í gær

Mik­ill fjöldi streymdi inn á kjörstað í Smáralind í dag og myndaðist löng biðröð, en Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir sýslumaður á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir í sam­tali við mbl.is að aðsókn­in hafi verið mik­il í gær og í dag. 

Um 5.800 manns greiddu at­kvæði utan kjör­fund­ar í gær og er út­lit fyr­ir að svipaður fjöldi greiði at­kvæði í dag.

Kjörstaðir utan kjör­fund­ar loka klukk­an 10 í kvöld en aft­ur verður opið frá klukk­an 10 til 17 á morg­un, fyr­ir þá sem hafa lög­heim­ili utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

mbl.is