Áskorun að tala ekki um skyndilausnir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir greiddi atkvæði í Mýrinni í Garðabæ í …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir greiddi atkvæði í Mýrinni í Garðabæ í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, greiddi at­kvæði í morg­un í Mýr­inni í Garðabæ. Þor­gerður ótt­ast að rík­is­stjórn­in haldi velli og lítið breyt­ist. 

Spurð hvernig henni hafi fund­ist kosn­inga­bar­átt­an seg­ir hún hana hafa verið skemmti­lega en þó áskor­un.

„Þetta er búin að vera sér­stök en skemmti­leg kosn­inga­bar­átta. Ég viður­kenni að það er áskor­un að vera ekki í skyndi­lausn­um í póli­tík og fá fólk til að hugsa lengra,“ seg­ir Þor­gerður í sam­tali við mbl.is.

Verður á flakki í dag

Þor­gerður seg­ir að for­menn­irn­ir muni byrja að tala sam­an í kvöld. „Það verða ein­hverj­ar send­ing­ar strax í kvöld. Ef stjórn­in held­ur þá ligg­ur það ljóst fyr­ir að þau muni fara yfir mál­in og þá eru mest­ar lík­ur á að hún haldi áfram en þá hreyf­ist lítið.

Planið hjá mér er að vera á flakki. Hafa sam­band við fólk og taka utan um fólkið mitt,“ seg­ir Þor­gerður. Hún bæt­ir við að fyrsta sem hún mun gera á morg­un verði að heyra í móður sinni.

mbl.is