Bjóða frítt far á kjörstað

Eyþór Máni Steinarsson átti ennþá eftir að kjósa sjálfur þegar …
Eyþór Máni Steinarsson átti ennþá eftir að kjósa sjálfur þegar mbl.is náði tali af honum rétt fyrir kvöldmat. Samsett mynd

Raf­skútu­leig­an Hopp hef­ur boðið kjós­end­um upp á frí­ar hlaupa­hjóla­ferðir á kjörstað í all­an dag. Eyþór Máni Stein­ars­son fram­kvæmda­stjóri Hopp seg­ir ætl­un­ina með átak­inu að hvetja al­menn­ing til þess að kjósa. Hopp er sjálft með nokk­urs kon­ar kosn­ingalof­orð fyr­ir kom­andi kjör­tíma­bil.

„Við vilj­um bara gera það sem við get­um til þess að auka kosn­ingaþátt­töku og ef fólki vant­ar fara­skjóta til að kom­ast á kjörstað þá hef­ur fólk að minnsta kosti ekki af­sök­un núna,“ seg­ir Eyþór sem viður­kenn­ir þó að hann eigi sjálf­ur eft­ir að kjósa.

Kjós­end­ur tekið boðinu vel

Hann seg­ir al­menn­ing hafa tekið vel í til­boðið en hann hef­ur ekki tekið sam­an töl­fræðina enn sem komið er:  „Fólk seg­ir mér að þau hafi notað þetta og ég sé mörg hjól fyr­ir utan kjörstaðina. Sjálf­ur á ég eft­ir að kjósa en ég mun að minnsta kosti nota þetta per­sónu­lega.”

Not­end­ur Hopp sjá þá græn svæði á korti Hopp-for­rits­ins ná­lægt kjör­stöðunum. Ef skút­un­um er skilað þar eru not­end­urn­ir ekki rukkaðir um far­gjald fyr­ir leig­una. 

Vilja af­nema virðis­auka­skatt­inn á raf­skútu­leigu

Aðspurður hvers lags áherslu­breyt­ing­ar Hopp vilji sjá á kom­andi kjör­tíma­bili er ým­is­legt sem Eyþóri dett­ur í hug:

„Við höf­um verið að þrýsta á lög­gjaf­ann hvað varðar raf­skút­ur sér­stak­lega og það er svona okk­ar helsta mál að gera fólki kleift að vera á raf­skút­um á 30-göt­um. Síðan höf­um við líka rætt við efna­hags- og viðskipta­nefnd um að af­nema virðis­auka­skatt af raf­skút­um eins og öðrum al­menn­ings­sam­göng­um.

Þú borg­ar ekki virðis­auka­skatt í leigu­bíl eða strætó svo við sjá­um ekki hvers vegna aðrar regl­ur ættu að gilda um raf­skút­ur. Við höf­um meira að segja heitið því að lækka verðið því sem nem­ur virði virðis­auka­skatts­ins ef til þess kæmi að hann yrði af­num­inn. Það til­boð stend­ur ennþá ef þingið vill taka okk­ur upp á því.“

Rafskútur frá Hopp.
Raf­skút­ur frá Hopp. Ljós­mynd/​Hopp
mbl.is