Byrja að telja klukkan tíu í Laugardalshöll

Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, fer yfir …
Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, fer yfir undirbúning og talningu atkvæða í samtali við mbl.is. Eggert Jóhannesson

Klukk­an tíu í kvöld munu yfir­kjör­stjórn­ir Reykja­vík­ur­kjör­dæm­anna hefja taln­ingu at­kvæða í alþing­is­kosn­ing­un­um sem nú standa yfir en tals­verður und­ir­bún­ing­ur þarf að ganga yfir áður en heim­ilt er að hefja taln­ingu.

Ekki er alls­kost­ar ljóst hvað kem­ur upp úr kjör­köss­un­um en rík­is­stjórn­in hef­ur fallið og haldið velli á víxl í skoðana­könn­un­um.

At­kvæðin flokkuð en ekki tal­in fyrr en kjörstaðir loka

Erla S. Árna­dótt­ir, formaður yfir­kjör­sókn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, lýs­ir því í sam­tali við mbl.is að at­kvæðin séu flokkuð áður en inn­sigli eru rof­in í Laug­ar­dals­höll og taln­ing hefst.

Kjör­stöðum lok­ar klukk­an fimm og sam­ein­ast þá kjör­stjórn­ir Reykja­vík­ur norður og Reykja­vík­ur suður en hin fyrri er með aðset­ur í Ráðhús­inu og hin seinni í Haga­skóla.

Þegar svo er komið hefst flokk­un at­kvæða: „Þá koma kjör­kass­arn­ir niður í Laug­ar­dals­höll og eru læst­ir þar inni ásamt fólk­inu sem er að vinna úr fyrri kjör­köss­un­um og síðan er byrjað að flokka at­kvæðin, og stemma að við fjöld­ann á kjör­seðlum sem eru í köss­un­um við það sem er í kjör­skránni,“ seg­ir hún.

Reynslu­búnt úr prent­smiðjum feng­in í verkið

Þá fara at­kvæðin í einn bunka fyr­ir hvern lista en þau ekki tal­in, þar sem slíkt verður ekki heim­ilt fyrr en klukk­an tíu þegar kjör­stöðum er lokað. Seg­ir Erla að vant fólk, sem hef­ur starfs­reynslu úr prent­smiðjum, sé fengið í verkið enda snýst það að stóru leyti um meðhöndl­un skrif­legra gagna.

Að því búnu verður inn­siglið að taln­ing­ar­saln­um rofið og al­menn­ingi heim­ilt að fylgj­ast með taln­ing­unni á ákveðnum svæðum. 

„Þá rjúf­um við inn­siglið á taln­inga­saln­um og eft­ir það er al­menn­ingi heim­ill aðgang­ur að því að fylgj­ast með taln­ing­unni á ákveðnum svæðum. þá er byrjað að telja og þannig geng­ur það fyr­ir sig þar til allt hef­ur verið talið og töl­ur liggja fyr­ir,“ seg­ir Erla að end­ingu.

mbl.is