Fóru „haugskítugir“ að kjósa eftir réttir

Tæplega 500 manns voru í Laufskálaréttum í ár. Fyrir faraldurinn …
Tæplega 500 manns voru í Laufskálaréttum í ár. Fyrir faraldurinn voru um 3.000 manns sem mættu árlega. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Stærstu stóðrétt­ir lands­ins, Lauf­skála­rétt­ir, fóru fram í dag. Atli Trausta­son, bóndi á Syðri-Hof­döl­um seg­ir hana hafa farið vel fram en tölu­vert minna var um mann­inn en tíðkast að jafnaði.

„Já það var aðeins færra fólk, mátt­um ekki vera fleiri en 500. Þetta var ósköp friðsælt og ró­legt. Í fyrra voru harðari fjölda­tak­mark­an­ir. Við vor­um um 200 manns þá og 500 núna en í hitteðfyrra og árið þar á und­an vor­um við um þrjú þúsund,“ seg­ir Atli.

Laufskálaréttir eru stærstu stóðréttir ársins.
Lauf­skála­rétt­ir eru stærstu stóðrétt­ir árs­ins. mbl.is/​Sig­urður Aðal­steins­son

„Reynd­ar gá­leysi að hafa sett kjör­dag á okk­ar dag,“ seg­ir hann, enda fyrstu rétt­irn­ar sem hitta á kjör­dag. Atli seg­ist samt sem áður hafa náð að kjósa eft­ir rétt­irn­ar. „Já við skut­umst.“

Og fóruð þið í ykk­ar fín­asta pússi að kjósa?

„Nei nei nei, haugskít­ug­ir al­veg.“

Það er nauðsynlegt að ræða málin við réttarvegginn.
Það er nauðsyn­legt að ræða mál­in við rétt­ar­vegg­inn. mbl.is/​Sig­urður Aðal­steins­son
Frá Laufskálaréttum í dag.
Frá Lauf­skála­rétt­um í dag. mbl.is/​Sig­urður Aðal­steins­son
Laufskálaréttir í dag.
Lauf­skála­rétt­ir í dag. mbl.is/​Sig­urður Aðal­steins­son
mbl.is