Hylja frambjóðendur Framsóknar með rúlluplasti

Rúlluplasti var skellt yfir merkingar Framsóknar á kosningaskrifstofunni.
Rúlluplasti var skellt yfir merkingar Framsóknar á kosningaskrifstofunni. Ljósmynd/Aðsend

Kjör­stjórn Borg­ar­fjarðar bað kosn­inga­skrif­stofu Fram­sókn­ar í Borg­ar­nesi að hylja yfir skilti sín, þar sem að skrif­stof­an er beint á móti kjörstað.

„Afþví að við erum á móti kjörstað að þá sáust merk­ing­arn­ar af kjörstað, þegar kjörstaðir opnuðu í morg­un þá feng­um við sím­hring­ingu og hent­um upp rúlluplast­inu yfir allt sam­an.“ seg­ir Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir, sem skip­ar annað sæti lista Fram­sókn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

„Þetta í raun­inni vakti mun meiri at­hygli eft­ir að við gerðum þetta, þannig að þetta er búið að skapa mjög líf­leg­ar umræður í dag og marg­ir héldu að þetta væri skemmd­ar­verk,“ bæt­ir hún við.

Lilja seg­ir að fólk hafi rölt inn á skrif­stofu í dag og spurt hvað væri í gangi. „Það er búið að vera mjög fyndið að hafa þetta svona í dag en þetta eru nátt­úru­lega bara kosn­inga­lög.“

Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is