Kjörsókn í Reykjavík mun betri en áður

Kjör­sókn í Reykja­vík er mun betri nú en hún var á sama tíma í alþing­is­kosn­ing­un­um árið 2017 og 2016.

Klukk­an eitt í dag höfðu 17,8% lands­manna greitt at­kvæði í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um en á sama tíma í alþing­is­kosn­ing­un­um 2017 höfðu þá 16,22% greitt at­kvæði en ein­ung­is 12,67% árið 2016. 

Eva Heiða Önnu­dótt­ir, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, seg­ir ánægju­legt að kjör­sókn­in sé góð og von­ast til að hún nái yfir 80%.

Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði.
Eva Heiða Önnu­dótt­ir, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði. mbl.is/​Golli

Ald­ur og prófíll kjós­enda hef­ur margt að segja

Hvað ætli þetta þýði fyr­ir flokk­ana?

„Ég held að erfitt sé að rýna í þá þýðingu sem kjör­sókn­in kann að hafa fyr­ir flokk­ana, því við vit­um ekki um ald­ur kjós­enda og prófíl­inn. Maður von­ar að öll þessi átök sem ráðist hef­ur verið í til þess að auka kjör­sókn hafi skilað sér.“

Þá seg­ir hún þó vel hægt að gera ráð fyr­ir að séu yngri kjós­end­ur að skila sér á kjörstað fari kjör­sókn yfir 90%.

„Því fleiri sem fara að kjósa þýðir að það dreg­ur úr lík­um á að flokk­ar sem eiga fylgi hjá yngri kjós­end­um fái ekki þann stuðning sem þeir eiga inni. Ef kjör­sókn­in verður góð er það auðvitað bara frá­bært,“ seg­ir hún að end­ingu.

Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður.
Erla S. Árna­dótt­ir, formaður yfir­kjör­stjórn­ar Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Létt yfir fólki á kjörstað

Erla S. Árna­dótt­ir, formaður yfir­kjör­stjórn­ar Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður, seg­ir kosn­ing­arn­ar fara vel af stað:

„Við sjá­um hvernig þetta þró­ast jafnt og þétt. Ég hef ekki heyrt um nein vanda­mál sem hafa komið upp. Veðrið er mun betra en bú­ist var við og mér sýn­ist að það sé bara létt yfir fólki hér niðri þegar það kem­ur að kjósa,“ seg­ir hún.

Þá hafa borist 8.300 at­kvæði utan kjör­fund­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður en mbl.is greindi frá því í gær að heilt yfir hefðu um 20% þegar kosið utan kjör­fund­ar.

Erla kynnti blaðamanni tölurnar, sem komu nokkuð á óvart.
Erla kynnti blaðamanni töl­urn­ar, sem komu nokkuð á óvart. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son



mbl.is