Kosningavakt á mbl.is í dag og nótt

Fylgst verður vel með kosningunum á mbl.is alla helgina.
Fylgst verður vel með kosningunum á mbl.is alla helgina. mbl.is

Fylgst verður náið með alþing­is­kosn­ing­um á mbl.is í dag og fram á nótt.

Teymi frétta­manna og ljós­mynd­ara verður á ferðinni á milli kjörstaða um dag­inn og kosn­inga­vaka um kvöldið til að fanga stemn­ingu og viðbrögð við fyrstu töl­um og úr­slit­um.

Frétta­menn munu svo fylgja taln­ingu eft­ir inn í nótt­ina og fram á morg­un sé þess þörf. Kafað verður ofan í gengi fram­boða, hvaða þing­menn eru inni og hverj­ir úti og mögu­legt stjórn­ar­sam­starf í kjöl­far kosn­inga.

Kjör­stöðum verður lokað klukk­an 22 og fljót­lega í kjöl­farið má vænta fyrstu talna. Greint verður frá þeim á mbl.is um leið og þær ber­ast, bæði í texta og í grafík.

mbl.is