Lögreglan ekki með neinn sérstakan viðbúnað

Flestir kjörstaðir voru opnaðir klukkan 9 í morgun en kjörstöðum …
Flestir kjörstaðir voru opnaðir klukkan 9 í morgun en kjörstöðum verður lokað klukkan 22 í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á lands­byggðinni er ekki með neinn sér­stak­an viðbúnað á kjör­stöðum í dag en kjörstaðir voru víðast hvar opnaðir klukk­an níu í morg­un. 

Að sögn lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri hafa kosn­ing­ar gengið vel í morg­un, bæði færð og veður er í lagi á Ak­ur­eyri og lög­regl­an ekki heyrt af nein­um hnökr­um á kjör­stöðum. Al­mennt þurfi lög­regl­an að hafa lítið inn­grip á dög­um sem þess­um en hún fylg­ist þó með. 

Þá fell­ur það í hlut lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri að flytja kjör­gögn á taln­ing­arstaði. 

Sam­kvæmt lög­regl­unni á Borg­ar­nesi ganga kosn­ing­arn­ar ró­lega fyr­ir sig í sveit­inni og er hún ekki með neinn sér­stak­an viðbúnað á kjör­stöðum. 

Að sögn lög­regl­unn­ar á Eg­ils­stöðum hef­ur, enn sem komið er, allt gengið vel og farið vel fram.

Þá er ein­ung­is um al­menna lög­gæslu að ræða á Eg­ils­stöðum en þó eru áhersl­ur aðeins breytt­ar. Um­ferðareft­ir­lit er minna en eft­ir­lit með kosn­ing­um er meira.

mbl.is