Telur líklegt að fylgið verði meira

Sigmundur segist vera bjartsýnn fyrir kosninganóttinni og telur líklegt að …
Sigmundur segist vera bjartsýnn fyrir kosninganóttinni og telur líklegt að fylgi flokksins verði meira en kannanir hafa gefið til kynna líkt og í síðustu alþingiskosningum. mbl.is/Unnur Karen

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, greiddi sitt at­kvæði í Garðabæ í dag. Hann seg­ir kjör­dag alltaf skemmti­leg­an og mik­ill hátíðarbrag­ur sé á deg­in­um. 

„Það er gam­an að kjósa og sjá fólk streyma á kjörstað, auðvitað til þess að kjósa ólíka flokka en all­ir finna til auk­inn­ar sam­kennd­ar á þess­um degi vegna þess við erum að taka þátt í lýðræðinu, sem er mik­ils virði,“ seg­ir Sig­mund­ur í sam­tali við blaðamann. 

Sig­mund­ur seg­ist vera bjart­sýnn fyr­ir kosn­ing­a­nótt­inni og tel­ur lík­legt að fylgi flokks­ins verði meira en kann­an­ir hafa gefið til kynna líkt og í síðustu alþing­is­kosn­ing­um. 

„Mér finnst það lík­legt vegna þess að ég hef fundið núna allra síðustu daga mik­inn stuðning og áhuga. Það hef­ur verið fullt hús á öll­um fund­um sem við höf­um haldið og óvenju marg­ir nýir mætt.“

„Besta leiðin til þess að grípa inn í og koma …
„Besta leiðin til þess að grípa inn í og koma á breyt­ing­um er að kjósa Miðflokk­inn að mínu mati.“ mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Mik­il stemn­ing í flokkn­um

Sig­mund­ur tel­ur valið vera skýrt; ef fólk vill hafa áhrif þá kýs það Miðflokk­inn. 

„Nú sjá­um við að stjórn­ar­flokk­arn­ir virðast vilja halda áfram óbreyttu sam­starfi ef þeir fá tæki­færi til þess. Sem þýðir meira af því sama, því er besta leiðin til þess að grípa inn í og koma á breyt­ing­um að kjósa Miðflokk­inn að mínu mati.“

Hann seg­ir stemn­ing­una inn­an flokks­ins ekki hafa verið betri síðan far­ald­ur­inn hófst. 

„Þetta var leiðinda­tími í póli­tík­inni meðan far­ald­ur­inn reið yfir. Nú þegar það hef­ur losnað um þetta og við gát­um farið að hitt­ast aft­ur og ræða framtíðina, þá vaknaði mik­il stemn­ing sem hef­ur verið gam­an að upp­lifa und­an­farna daga og vik­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina