Endurtalning leiddi í ljós misræmi

Alþingiskosningar.
Alþingiskosningar. mbl.is

End­urtaln­ing at­kvæði í Norðvest­ur­kjör­dæmi hef­ur leitt í ljós mis­ræmi í taln­ingu at­kvæða. Ingi Tryggva­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi, seg­ir að at­kvæði greidd Viðreisn og Miðflokkn­um hafi verið oftal­in. 

At­kvæðum Viðreisn­ar fækk­ar um níu eft­ir end­urtaln­ingu og at­kvæðum Miðflokks­ins fækk­ar um fimm. Á móti fjölg­ar at­kvæðum greidd­um Sjálf­stæðis­flokki og Sósí­al­ista­flokkn­um. 

Aðeins munaði tíu at­kvæðum á milli Pírata og Viðreisn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi og fékk Viðreisn inn jöfn­un­arþing­mann í kjör­dæm­inu, en aðeins munaði ör­fá­um at­kvæðum á því hvar sá jöfn­un­ar­maður myndi lenda. Var þ.a.l. ákveðið að end­urtelja at­kvæðin. 

Töl­ur eft­ir end­urtaln­ingu eru að söfn Inga eft­ir­far­andi: 

Fram­sókn­ar­flokk­ur - 4.448 at­kvæði
Viðreisn - 1.063 at­kvæði
Sjálf­stæðis­flokk­ur - 3.897 at­kvæði
Flokk­ur fólks­ins -  1.510 at­kvæði
Sósí­al­ista­flokk­ur Íslands - 728 at­kvæði
Miðflokk­ur - 1.278 at­kvæði
Frjáls­lyndi lýðræðis­flokk­ur­inn - 73 at­kvæði
Pírat­ar - 1.081 at­kvæði
Sam­fylk­ing - 1.195 at­kvæði
Vinstri græn - 1.978 at­kvæði

Upp­fært:

mbl.is