„Framsóknarflokkurinn er sigurvegari kosninganna“

mbl.is/Hólmfríður

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna. Við erum að bæta mjög miklu fylgi við okk­ur og við erum ótrú­lega þakk­lát fyr­ir það,“ seg­ir Lilja Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Spurð hvort hún telji lík­legt að flokk­ur­inn fari í sam­starf með Sjálf­stæðis­flokkn­um, í ljósi þess að flokk­arn­ir eru nú leiðandi sam­kvæmt þeim at­kvæðum sem þegar hafa verið tal­in, seg­ir Lilja flokk­inn munu sækj­ast eft­ir því að vera leiðandi. 

Mun Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sækj­ast eft­ir for­sæt­is­ráðuneyt­inu?

„Við mun­um sækj­ast eft­ir því að vera leiðandi,“ end­ur­tek­ur hún.

Ágúst Bjarni Garðarsson.
Ágúst Bjarni Garðars­son. mbl.is/​Hófí

Of snemmt að segja til um tveggja flokka stjórn

Ágúst Bjarni Garðars­son, sem skip­ar annað sæti á lista Fram­sókn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi, tel­ur aukið fylgi flokks­ins meðal ann­ars mega rekja til starfa flokks­ins í barna- og sam­göngu­mál­um.

„Flokk­ur­inn hef­ur verið að fjár­festa í innviðum og fólki, en um leið sýna aðhald í rekstri og ég held að fólk al­mennt sé að kalla eft­ir stöðug­leika í þjóðfé­lag­inu okk­ar.“

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn leiða nú kosn­ing­arn­ar og eru nú með 29 þing­menn inni, sam­kvæmt spálíkani mbl.is sem miðar við tal­in at­kvæði og fyr­ir­liggj­andi skoðanakann­an­ir MMR.

Spurður hvort flokk­ur­inn sé mögu­lega að íhuga tveggja flokka stjórn með Sjálf­stæðis­flokkn­um seg­ir hann enn of snemmt að segja til um mögu­lega stjórn­ar­mynd­un.

„Ég hef sagt það áður, mér finnst rétt að klára að telja, sjá hvað kem­ur upp úr kjör­köss­un­um, svo verða for­menn okk­ar að taka sam­talið.“

mbl.is