Geymir allar yfirlýsingar í bili

Sigurður Ingi á kosningavöku Framsóknarflokksins í kvöld.
Sigurður Ingi á kosningavöku Framsóknarflokksins í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það var gott hljóðið í Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, þegar blaðamaður mbl.is náði tali af hon­um skömmu fyr­ir klukk­an tvö. 

Miðað við þau at­kvæði sem tal­in hafa verið hingað til hef­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætt við sig alls fimm þing­mönn­um og tölu­verðum at­kvæðafjölda. 

Spurður hvort að hann líti á töl­urn­ar hingað til sem sig­ur fyr­ir Fram­sókn seg­ir Sig­urður;

„Ég held að það sé svo sem eng­in spurn­ing, það sem hef­ur meðal ann­ars komið fram í þess­um töl­um sem komn­ar eru fram að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sterk­ur í öll­um kjör­dæm­um lands­ins og það er eitt­hvað sem ég hef viljað ná fram sem formaður flokks­ins. Þetta er auðvitað stór­sig­ur í öll­um kjör­dæm­um, en ég set þann fyr­ir­vara að það er ekki mikið af töl­um komn­ar og það má ekki gleyma því að tæp­lega 50 þúsund at­kvæði voru greidd utan kjör­fund­ar.“

Spurður hvort að hann muni fara fram á stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð og þá hvort hann myndi leita til hægri eða vinstri seg­ir Sig­urður;

„Ég ætla að geyma all­ar yf­ir­lýs­ing­ar þangað til öll at­kvæði hafa verið tal­in. En ég er gríðarlega stolt­ur af öllu mínu fólki og þakka kjós­end­um fyr­ir að taka eft­ir því hvaða ár­ang­ur við höf­um náð í rík­is­stjórn. Rík­is­stjórn­in í heild sinni hef­ur auðvitað unnið stór­sig­ur... Við vor­um með frá­bæra kosn­inga­bar­áttu og lang­besta slag­orðið; er ekki bara lang­best að kjósa fram­sókn. Er það ekki staðan eft­ir nótt­ina?“

Þá seg­ir Sig­urður að þegar niðurstaðan liggi fyr­ir sé fyrst hægt að vega og meta hver staðan verði. Hann er þó til­bú­inn að segja til um þau mál sem munu skipta Fram­sókn máli í mögu­leg­um stjórn­ar­mynd­un­ar­um­ræðum;

„Það eru þau mál sem við höf­um verið að leggja áherslu á, að fjár­festa í fólki... Við höf­um lagt áherslu á að viðhalda jafn­vægi, og ég held að það sé það sem kjós­end­ur eru að velja og þess vegna hafi rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir komið vel út úr þess­um kosn­ing­um.“

Spurður hvort að muni áfram fylgj­ast með gangi máli inn í nótt­ina seg­ir Sig­urður;

„Maður get­ur sofið seinna.“ 

mbl.is