Ræða ekki ráðherrastóla strax

Þingflokkur Vinstri grænna hittust í fyrsta skipti í dag á …
Þingflokkur Vinstri grænna hittust í fyrsta skipti í dag á kjörtímabilinu. mbl.is/Ari

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði Vinstri græn ekki ætla að ræða ráðherra­stóla þegar for­menn nú­ver­andi stjórn­ar­flokka mæta til fund­ar á morg­un.

Mbl.is náði tali af Katrínu í Alþing­is­hús­inu í dag þegar nýr þing­flokk­ur Vinstri grænna mætti til fund­ar, í fyrsta skipti á kjör­tíma­bil­inu. Þá ít­rekaði hún ánægju sína með niður­stöður kosn­ing­anna.

„Kjarna sig“ í dag, mál­efn­in á morg­un

„Við erum nú bara að hitt­ast til þess að svona aðeins kjarna okk­ur hérna,“ sagði Katrín en á morg­un hitt­ast rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír í óform­leg­um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum. 

Teljið þið eðli­legt að þú verðir for­sæt­is­ráðherra áfram, öll árin?

„Það fyrsta sem við töl­um um, alla­vega af okk­ar hálfu, eru ekki ráðherra­stól­ar held­ur mál­efn­in. Við nálg­umst þetta þannig og það verður það sem ég ræði á morg­un, ekki ráðherra­stól­ar. 

Ég mun þó, af göml­um vana, boða til fund­ar­ins á morg­un,“ sagði Katrín á léttu nót­un­um.

mbl.is