Samfylkingin muni „rísa upp í fyllingu tímans“

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn sé með …
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn sé með góða grunnstefnu sem höfði til þjóðarinnar, en þurfi að finna leiðir til að miðla henni betur og skapa meiri stuðning við hana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Már Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tel­ur að heims­far­ald­ur­inn hafi spilað inn í og haft áhrif á gengi flokks­ins í ný­af­stöðnum alþing­is­kosn­ing­um. 

„Í venju­legu ár­ferði held ég að þjóðin átti sig á því að það þurfi að gera mikl­ar breyt­ing­ar á ýmsu hjá okk­ur en Covid hafi leikið býsna stórt hlut­verk hjá okk­ur núna.“

Skoðanakann­an­ir bentu til þess að fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar yrði meira en kom á dag­inn. Logi seg­ist hafa fundið tals­verðan meðbyr og að flokk­ur­inn hafi ætlað sér meira. 

„Ég hugsa að þegar þjóðin er búin að ganga í gegn­um eitt og hálft ár í Covid, hafi hún ekki lagt í nema það sem hún þekkti þegar hún kom í kjör­klef­ann, þótt hún væri til­bú­in að gefa okk­ur svör­un í skoðana­könn­un­um.“

Þurfa að miðla stefn­unni bet­ur

Logi bend­ir á að stjórn­mál séu ekki skamm­tíma­keppni, held­ur ei­lífðar­verk­efni. Sam­fylk­ing­in sé með góða grunn­stefnu sem höfði til þjóðar­inn­ar, en þurfi þó að finna leiðir til að miðla henni bet­ur og skapa meiri stuðning við hana. 

„Þjóðin ákveður og við sýn­um því auðmýkt og virðum það, erum með spræk­an og reynslu­mik­inn þing­flokk sem er til­bú­inn í verk­efni kjör­tíma­bils­ins.“

Brýnt að fé­lags­hyggju­menn sam­stilli krafta sína

Íslenska flokka­flór­an er fjöl­breytt að mati Loga, en þeir taka hver af öðrum. 

„Mér finnst brýn­asta verk­efnið að fólk sem aðhyll­ist fé­lags­hyggju, jöfnuð og rétt­læti, sam­stilli krafta sína. Það er flókn­ara þegar Vinstri græn, okk­ar póli­tísku ná­grann­ar, hafa verið hinum meg­in við lín­una.“

Logi bend­ir á að eitt kjör­tíma­bil sé afar stutt í lífi þjóðar og kveðst því bjart­sýnn þrátt fyr­ir allt. „Við mun­um finna okk­ur kraft og vopn fljót­lega og rísa upp í fyll­ingu tím­ans.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina