Sigmundur segir ekki útlit fyrir neinn stórsigur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi sitt atkvæði í Garðabæ í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi sitt atkvæði í Garðabæ í dag. mbl.is/Unnur Karen

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins ávarpaði flokks­menn á kosn­inga­vöku Miðflokks­ins á Icelanda­ir Hotel Natura um miðnætti og viður­kenndi þar að það væri ekki út­lit fyr­ir neinn stór­sig­ur. 

Hann sagði mikla stemn­ingu hafa verið fyr­ir flokkn­um síðustu daga og taldi hann ef­laust eiga eft­ir að bæta við sig. Seg­ir hann litla umræðu um póli­tík og stjórn­mál hafa átt sér stað í aðdrag­anda kosn­ing­anna sem henti flokkn­um ein­stak­lega illa:

„Það hent­ar öðrum bet­ur að fjalla ekki um póli­tík. Hvernig sem fer verðum minn­ug þess að við erum flokk­ur sem læt­ur ekki und­an mót­læti. Það mik­il­væg­asta í póli­tík er þolgæði og þraut­segla, það hef­ur þessi flokk­ur. Við mun­um sýna það eft­ir þess­ar kosn­ing­ar að við mun­um halda velli og vera í stöðu til þess að berj­ast áfram fyr­ir skyn­sem­is­hyggju og því sem við trú­um á.“ 

Að end­ingu þakkaði hann fé­lags­mönn­um fyr­ir góða stemn­ingu og veg­lega mæt­ingu á landsvísu og endað á ákalli til lands­manna: 

„Oft var þörf fyr­ir rót­tæka skyn­sem­i­hyggju, en nú er nauðsyn.“ 

mbl.is