Sigursöngvar á kosningavöku Framsóknar

Mikil stemning á kosningavöku Framsóknar.
Mikil stemning á kosningavöku Framsóknar. mbl.is/Hólmfríður

Ríf­andi stemn­ing er á kosn­inga­vöku Fram­sókn­ar en flokk­ur­inn held­ur áfram að bæta við sig fylgi og sam­kvæmt nýj­ustu töl­um er flokk­ur­inn með þing­menn í öll­um kjör­dæm­um.

Herra Hnetusmjör og Egill Spegill héldu uppi stemningunni.
Herra Hnetu­smjör og Eg­ill Speg­ill héldu uppi stemn­ing­unni. mbl.is/​Hólm­fríður

Stuðnings­menn flokks­ins syngja hátt sig­ur­söngva og öskra „we are go­ing up“ og „Fram­sókn“ til skipt­is. Hafa menn ým­ist mætt í jakka­föt­um og knatt­spyrnutreyj­um til að halda upp á kosn­inga­dag­inn.

„Reykja­vík er okk­ar“ og „We are the Champ­i­ons“ hafa hljómað hátt í há­töl­ur­un­um og eru gest­ir al­mennt nokkuð vongóðir um niður­stöðu alþing­is­kosn­ing­anna.

mbl.is/​Hólm­fríður
Gestir mættu ýmist í jakkafötum eða fótboltatreyjum. Einn mætti í …
Gest­ir mættu ým­ist í jakka­föt­um eða fót­boltatreyj­um. Einn mætti í treyju Vík­inga, nýkrýnd­um Íslands­meist­ara. mbl.is/​Hólm­fríður
mbl.is