Skoða þurfi nýtt leikskipulag

Logi Einarsson.
Logi Einarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það mjög um­hugs­un­ar­vert ef sú staða er uppi í lengri tíma að fé­lags­hyggju­flokk­arn­ir verða áfram sitt hvor­um meg­in við víg­lín­una í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

„Varðandi þessa miðju-vinstri flokka sem vilja ráðast í ein­hvers kon­ar kerf­is­breyt­ing­ar þá verða þeir líka að setj­ast niður og skoða hvort þeir þurfi að fara í eitt­hvað nýtt leik­skipu­lag,” sagði Logi í Silfr­inu á RÚV.

Hann bætti því við að miðað við niður­stöðu kosn­ing­anna sé ekk­ert annað í spil­un­um fyr­ir Sam­fylk­ing­una í augna­blik­inu en að búa sig und­ir kosn­ing­arn­ar eft­ir fjög­ur ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina