Vinstri græn gætu þurft að endurmeta stöðu sína

Eva Heiða Önnudóttir doktor í stjórnmálafræði.
Eva Heiða Önnudóttir doktor í stjórnmálafræði. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Eva Heiða Önnu­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur seg­ir fyrstu töl­ur kosn­ing­anna um margt at­hygl­is­verðar þó þær eigi ekki að koma nein­um kunn­ug­um póli­tík á óvart. Hún seg­ir minna fylgi Vinstri grænna geti neytt þau til þess að end­ur­meta stöðu sína sem kunni að hafa áhrif á skipt­ingu ráðuneyta.

„Vinstri græn gæti þurft að end­ur­meta sína stöðu sína í rík­is­stjórn, miðað við þetta tap sem þetta lít­ur út fyr­ir að vera núna,“ seg­ir Eva en bend­ir jafn­framt á há­væra kröfu kjós­enda um aðgerðir í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um. Það kunni að veita flokkn­um mik­inn meðbyr.

Hvað skýr­ir þetta mikla fall Miðflokks­ins?

„Við vor­um með könn­un í gangi á meðan kosn­ing­um stóð, þetta eru óbirt gögn. Þar gát­um við séð hvaða flokk­ar voru að keppa um sömu kjós­end­ur. Þar sjá­um við að Miðflokk­ur­inn var mest að keppa um hylli kjós­enda við sjálf­stæðis­flokk­inn, þar á eft­ir Fram­sókn og Flokk fólks­ins. Það að þess­ir þrír síðast­nefndu séu all­ir að bæta við sig fer langa leið með það að skýra fall Miðflokks­ins.“

Eva minn­ir á að enn eigi eft­ir að telja fjölda at­kvæða en seg­ir niður­stöðurn­ar ekki eiga að koma nein­um kunn­ug­um póli­tík á óvart: „Þó á eft­ir að telja mörg utan­kjör­fund­ar­at­kvæði og þó þau breyti vænt­an­lega ekki stóru mynd­inni geta þau fært menn fram og til baka.“

Miðflokk­ur­inn kepp­ir við Sjálf­stæðis­flokk­inn

Hún seg­ir að end­ingu mik­il­vægt að árétta að með Miðflokk­inn og Fram­sókn hafi ekki endi­lega verið keppa um hylli sömu kjós­enda:

„Oft held­ur maður það vegna þess að miðflokk­ur­inn hafi átt upp­runa í Fram­sókn þá hef­ur hann lík­lega verið að taka meira frá Sjálf­stæðis­flokkn­um.“

mbl.is