Jafn margar konur á Alþingi og í kosningunum árið 2016

Inga Sæland, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir eru á …
Inga Sæland, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir eru á meðal kvenna í forystu á Alþingi. Samsett mynd

Þrjá­tíu kon­ur voru kjörn­ar til Alþing­is um helg­ina. Lengi var út­lit fyr­ir að 33 kon­ur kæm­ust inn en eft­ir end­urtaln­ingu í Norðvest­ur­kjör­dæmi varð ljóst að þær yrðu aðeins 30. Þrátt fyr­ir að kon­ur séu ekki í meiri­hluta eru þær jafn marg­ar og í kosn­ing­un­um árið 2016, en þá voru flest­ar kon­ur kjörn­ar á Alþingi frá upp­hafi.

Silja Bára Ómars­dótt­ir, doktor í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir gleðitíðindi að hlut­fallið hafi verið jafnað. Fyrstu tíðindi voru henni þó bet­ur að skapi þegar kon­ur voru í meiri­hluta. Silja seg­ir vendipunkt­inn vera í Sjálf­stæðis­flokkn­um en sjö þing­menn af sex­tán þing­mönn­um flokks­ins eru kon­ur.

Áður sátu aðeins fjór­ar kon­ur á þingi fyr­ir flokk­inn þó að þing­manna­fjöld­inn hafi verið sá sami.

Silja seg­ir það ekki sjálf­gefið að stjórn­mál­in verði femín­ísk­ari á ein­hvern hátt eða betri. Kon­urn­ar sem kjörn­ar voru eru úr ólík­um flokk­um með ólík stefnu­mál.

Hlut­fall kvenna er hæst í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um tveim­ur en lægst í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Hlut­fall kvenna er hæst í þing­flokki Sam­fylk­ing­ar, þar sem 67% þing­manna eru kon­ur. Fyr­ir Miðflokk­inn sitja þó aðeins karl­ar á þingi. Aðeins einn flokk­ur er með jafnt kynja­hlut­fall. Það er flokk­ur Pírata með þrjár kon­ur og þrjá karla.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: