„Mjög óheppilegt“

Sigurður Ingi Jóhannsson í Alþingishúsinu í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson í Alþingishúsinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er mjög óheppi­legt,“ sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks, þegar blaðamaður mbl.is spurði hann síðdeg­is í dag um skoðun hans á þeirri ringul­reið sem að því er virðist lé­leg taln­ing at­kvæða í Norðvest­ur­kjör­dæmi hef­ur valdið.

Hann benti á að lands­kjör­stjórn hefði beðið yfir­kjör­stjórn­ir allra sex kjör­dæm­anna að skila skýrslu um fram­kvæmd taln­ing­ar í kosn­ing­un­um. Taka þyrfti svo mið af þeim skýrsl­um.

Eins og kunn­ugt er voru at­kvæði í kjör­dæm­inu tal­in aft­ur í gær og breytt­ust um leið niður­stöður kosn­ing­anna hvað varðar jöfn­un­arþing­menn.

Þá verður talið aft­ur í Suður­kjör­dæmi í kvöld.

Bjarni Benediktsson eftir fund með Sigurði Inga og Katrínu í …
Bjarni Bene­dikts­son eft­ir fund með Sig­urði Inga og Katrínu í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ekki hvernig við vilj­um sjá hlut­ina

„Þetta er óheppi­legt, það sjá það all­ir,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins við fjöl­miðla eft­ir fund formann­anna þriggja í Stjórn­ar­ráðinu í dag.

Bjarni sagðist ekki vilja taka fram fyr­ir hend­urn­ar á því fólki sem hefði það hlut­verk að sjá um kosn­ing­arn­ar og taln­ingu at­kvæða. Málið sé í form­leg­um far­vegi.

„Von­andi finnst góð lausn á mál­inu,“ sagði hann.

„Þetta er alls ekki hvernig við vilj­um sjá hlut­ina ganga fram. En það er ekk­ert óeðli­legt við það að það geti þurft að end­urtelja, og það get­ur haft af­leiðing­ar. En að fara að fella ein­hverja dóma á þessu stigi finnst mér ótíma­bært, vegna þess að þeir sem bera form­lega ábyrgð á fram­kvæmd kosn­ing­anna eiga eft­ir að tjá sig.“

Frjálst að hafa skoðanir

Spurður af blaðamanni Vís­is hvort hon­um fynd­ist óá­byrg sú fram­ganga og þau um­mæli sem Magnús Davíð Norðdahl og Karl Gauti Hjalta­son hafa haft í mál­inu, sagði Bjarni að þeim væri frjálst að hafa sín­ar skoðanir.

„Ég skil vel, miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem menn hafa séð á net­inu og ann­ars staðar, að hluta til frá þeim sem voru að fram­kvæma kosn­ing­una [...] en ég held að það sé best, í öll­um mál­um sem þarf að skoða vel og vand­lega, að bíða eft­ir því að þau hafi fengið skoðun. Og ef í ljós kem­ur af­ger­andi niðurstaða um að lög­um hafi ekki verið fylgt, og að það hafi ein­hverj­ar af­leiðing­ar, þá skal ég svo sann­ar­lega tjá mig.“

Þetta trufli ekki for­menn­ina við stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður.

„Ég sé ekki í sjálfu sér að það séu lík­ur til þess, eins og staðan blas­ir við mér akkúrat núna, að þessi mikli meiri­hluti flokk­anna sem sitja við borðið, flokk­arn­ir sem eru þrír stærstu flokk­arn­ir á Alþingi, að það sé eitt­hvað sem myndi trufla þá niður­stöðu.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund formannanna í dag.
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra eft­ir fund formann­anna í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mik­il­vægt að kom­ast til botns í fram­kvæmd­inni

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og formaður Vinstri grænna, sagðist leggja áherslu á að öll fram­kvæmd kosn­ing­anna sé haf­in yfir vafa og að mjög mik­il­vægt sé að kom­ast til botns í fram­kvæmd­inni í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Einnig sagði hún það góða ákvörðun að telja aft­ur í Suður­kjör­dæmi.

Spurð hvort gæti þurft að kjósa aft­ur sagðist hún ekki geta tjáð sig um það fyrr en álit lands­kjör­stjórn­ar er komið í ljós, en sagði það fræðileg­an mögu­leika. Bætti hún við að verið sé að vinna hratt og ör­ugg­lega í mál­inu.

mbl.is