Fínasta samtal en kosningar marka nýtt upphaf

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Unnur Karen

For­menn stjórn­ar­flokk­anna hafa gert hlé á fund­ar­höld­um sín­um í Ráðherra­bú­staðnum en ætla að hitt­ast aft­ur eft­ir há­degi.

„Þetta er fín­asta sam­tal og það kem­ur svo sem ekk­ert á óvart í þess­um hópi með það. Það breyt­ir því ekki að kosn­ing­ar marka nýtt upp­haf. Þetta er nýtt verk­efni og við þurf­um aðeins að gefa okk­ur tíma í það,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra.

Hún seg­ir for­menn­ina ætla að gefa sér þessa viku til að ræða stóru lín­urn­ar, bæði verk­efn­in sem eru framund­an í sam­fé­lag­inu og póli­tísk­ar áhersl­ur flokk­anna, hvað er hægt að sam­mæl­ast um og hvað get­ur valdið ágrein­ingi.

Held­ur for­set­an­um upp­lýst­um 

Spurð hvort hún ræði reglu­lega við for­seta Íslands um stöðu mála seg­ist hún ætla að halda hon­um upp­lýst­um í vik­unni. „Við átt­um sam­tal strax eft­ir kosn­ing­ar og hann veit af því hvað planið er.“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mik­il­vægt að allt sé uppi á borðum

Hvað varðar end­urtaln­ingu at­kvæða í Suður­kjör­dæmi sem hafði í för með sér sömu niður­stöðu og áður seg­ir hún mjög gott og mik­il­vægt að eyða allri óvissu með það. Hún bíður eft­ir því að fá grein­ar­gerð frá lands­kjör­stjórn en ekki eru all­ar skýrsl­ur um fram­kvæmd taln­ing­ar komn­ar í hús.

„Ég ber fullt traust til þess að lands­kjör­stjórn muni fara vel yfir þetta eins og þau eru búin að leggja upp með. Aðaláhersl­an mín er á að það sé allt uppi á borðum þannig að það sé al­gjör­lega tryggt að fólk beri fullt traust til fram­kvæmd­ar kosn­ing­anna,“ seg­ir Katrín.

mbl.is