Stjórnin gefur sér út vikuna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði ásamt hinum leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna á skrifstofu …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði ásamt hinum leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna á skrifstofu sinni í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðræður um end­ur­nýjað rík­is­stjórn­ar­sam­starf hóf­ust með stjórn­ar­flokk­un­um í gær, en sagt er að for­ystu­menn þeirra vilji gefa sér út vik­una til þess að kom­ast að því hvort flokk­arn­ir eru á eitt sátt­ir um meg­in­lín­ur þess, verka­skipt­ingu. Tak­ist það muni þeir svo gefa sér þann tíma sem þarf til þess að semja um stjórn­arsátt­mála, líkt og gert var í upp­hafi liðins kjör­tíma­bils.

Að sögn heim­ild­ar­manna Morg­un­blaðsins, sem þekkja vel til, gengu sam­töl for­ystu­mann­anna vel fyr­ir sig, en þar var farið yfir úr­slit kosn­ing­anna og þýðingu þeirra.

Stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa rúm­an tíma til þess að ná sam­an, enda er rík­is­stjórn­in enn að störf­um og það breyt­ist ekk­ert nema for­sæt­is­ráðherra biðjist lausn­ar.

Fram­sókn vill meira

Fram­sókn­ar­menn líta svo á að flokkn­um beri fleiri og veiga­meiri ráðuneyti en nú í ljósi auk­ins kjör­fylg­is og fleiri þing­manna. Þeir nefna sum­ir að Sig­urður Ingi Jó­hanns­son formaður flokks­ins eigi að sækj­ast eft­ir for­sæt­is­ráðuneyt­inu, en hann er sjálf­ur sagður fall­ast á að Katrín Jak­obs­dótt­ir verði áfram for­sæt­is­ráðherra. Það þýði hins veg­ar að hon­um beri annað ráðuneyti og er hann sagður renna hýru auga til fjár­málaráðuneyt­is­ins.

Sjálf­stæðis­menn, sem eru með helm­ing meiri­hluta á Alþingi, vilja ógjarn­an bera kostnaðinn af þeim hrossa­kaup­um, en sagt er að Bjarni Bene­dikts­son telji í sjálfu sér ekki frá­gangs­sök að láta fjár­málaráðuneytið af hendi. Það muni hins veg­ar þýða að fleiri ráðuneyti þurfi að koma í hlut flokks­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina