Væntingar um loðnuveiðar munu líklega standast

Bjarni Sæmundsson í haustleiðangri í fyrra.
Bjarni Sæmundsson í haustleiðangri í fyrra. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Frumniður­stöður rann­sókna­leiðang­urs haf­rann­sókna­skip­anna Árna Friðriks­son­ar og Bjarna Sæ­munds­son­ar, á loðnu­stofn­in­um við Ísland, gefa til kynna að þær vænt­ing­ar sem gerðar voru um veiðar kom­andi vertíðar muni stand­ast.

Frá þessu grein­ir Haf­rann­sókna­stofn­un í til­kynn­ingu. Þar seg­ir að stofn­un­in muni á föstu­dag veita ráð um afla­mark loðnu fyr­ir kom­andi vertíð.

Leiðangri skip­anna lauk í lok síðustu viku og unnið er að úr­vinnslu gagna og út­reikn­ing­um.

Upp­hafs­ráðgjöf var­fær­in

Upp­hafs­ráðgjöf um veiðar úr loðnu­stofn­in­um fyr­ir loðnu­vertíðina 2021/​2022 var veitt í des­em­ber 2020 og var sú ráðgjöf um veiðar á allt að 400 þúsund tonn­um. Sú ráðgjöf var veitt á grund­velli gild­andi afla­reglu og byggði á mæl­ing­um á ókynþroska ung­loðnu í sept­em­ber 2020. Þar sem mik­il óvissa er um tengsl ung­loðnu og veiðistofns ári síðar var um að ræða var­færna ráðgjöf.

Fyrstu niður­stöður nú benda þó til þess að vænt­ing­arn­ar muni stand­ast, eins og áður sagði.

Því er fyr­ir­séð að Haf­rann­sókna­stofn­un muni leggja til aukið afla­mark þegar út­reikn­ing­um á stærð veiðistofns­ins verður að fullu lokið.

mbl.is