Velta fyrir sér hraðari orkuskiptum

Sigurður Ingi Jóhannsson fyrr í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson fyrr í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundi formanna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna er lokið. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, seg­ir viðræðurn­ar hafa gengið vel í dag og er bjart­sýnn á áfram­hald­andi sam­starf flokk­anna í nýrri rík­is­stjórn.

„Við þekkj­umst dá­lítið vel eft­ir ár­ang­urs­ríkt sam­starf síðustu fjög­urra ára og vit­um hvaða hlut­ir það eru sem við þurf­um að ræða sér­stak­lega,” seg­ir Sig­urður Ingi en nefn­ir að ný viðhorf ríki í sam­fé­lag­inu og tak­ast þurfi á við ný viðfangs­efni.

„Auðvitað erum við að taka með okk­ur áhersl­ur úr kosn­ing­um sem eru mis­mun­andi frá þess­um þrem­ur flokk­um. Síðan er aug­ljóst að í ljósi kosn­ing­anna þurf­um við líka að taka til­lit til þess hvernig þær enduðu,” bæt­ir hann við.

Spurður hvort hann sæk­ist eft­ir stóli for­sæt­is­ráðherra í ljósi góðs ár­ang­urs Fram­sókn­ar­flokks­ins í kosn­ing­un­um, seg­ir hann for­menn­ina hafa verið í óform­legu sam­tali um mál­efn­in. Þau þurfi að ræða fyrst áður en rætt sé um skipt­ingu embætta.

Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson á samsettri …
Katrín Jak­obs­dótt­ir, Bjarni Bene­dikts­son og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son á sam­settri mynd við kom­una í Ráðherra­bú­staðinn í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Vilja gera bet­ur í lofts­lags­mál­um 

Innt­ur eft­ir því hvort ágrein­ings­atriði formann­anna séu mörg seg­ir hann þau auðvitað vera fyr­ir hendi. Nokkr­ir hlut­ir sem ekki voru í stjórn­arsátt­mál­an­um þurfi að ræða sem kalli á úr­lausn núna.

„Til dæm­is erum við búin að gera vel í lofts­lags­mál­um en til að gera enn bet­ur þurf­um við að horfa til þess hvernig við get­um hraðað orku­skipt­um, sem all­ir eru bún­ir að leggja áherslu á. Það kall­ar á meiri orku,” seg­ir hann og nefn­ir að um­hverfi þurfi að vera fyr­ir slíkt, hvort sem það þýði ramm­a­áætl­un eða annað.

„Það eru marg­ir svona þætt­ir sem eru meira aðkallandi núna og er nauðsyn­legt að við verðum með skýra sýn á til næstu fjög­urra ára en voru kannski fyr­ir fjór­um árum.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina