Arnar Þór hættir sem héraðsdómari

Arnar Þór Jónsson hefur ákveðið að láta af embætti dómara.
Arnar Þór Jónsson hefur ákveðið að láta af embætti dómara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arn­ar Þór Jóns­son, héraðsdóm­ari og fram­bjóðandi Sjálf­stæðis­flokks­ins í ný­af­staðnum Alþing­is­kosn­ing­um, hef­ur ákveðið að láta af störf­um sem dóm­ari. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu á Face­book-síðu Arn­ars Þórs ídag.

Kveðst hann hafa „tekið ákvörðun um að stíga út fyr­ir skorður dóms­kerf­is­ins og nýta bæði meðbyr og mót­byr til að taka flugið á nýj­um vett­vangi.“

Arn­ar Þór var í fimmta sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi en náði ekki inn á þing þar sem flokk­ur­inn fékk aðeins fjóra kjörna. Mun Arn­ar þór við þetta verða varaþingmaður.

„Eft­ir viðburðaríka veg­ferð síðustu daga – og mánaða  - stend ég á kross­göt­um. Þótt þær liggi ann­ars staðar en ég hafði vonað eru eng­in ljón í aug­sýn. Ég hef legið und­ir feldi síðustu daga og velt við öll­um stein­um um nútíð og framtíð. Dóm­ara­embættið hef­ur hentað mér vel að sumu leyti, en um­hverfið hef­ur þrengt að hugs­un minni og oft hef­ur mér liðið eins og fugli í búri. Það besta við að kúpla mig frá þessu hlut­verki síðustu mánuði er að mér hef­ur aft­ur liðið eins og frjáls­um manni með sjálf­stæða rödd. Ég hef verið frels­inu feg­inn og hjartað seg­ir að ég eigi að velja leið frels­is. Á þess­um for­send­um hef ég tekið ákvörðun um að stíga út fyr­ir skorður dóms­kerf­is­ins og nýta bæði meðbyr og mót­byr til að taka flugið á nýj­um vett­vangi. Ég mun njóta þess að tala, skrifa og vinna að mín­um hugðarefn­um laus við ytri fjötra með bjart­sýni og trú að leiðarljósi,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Arn­ar Þór hafði fyr­ir kosn­ing­arn­ar gefið í skyn að með því að stíga inn á vett­vang stjórn­mál­anna kynni að koma til þess að hann myndi láta af störf­um sem dóm­ari.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina