Heiða sækir innblástur í Brad Pitt

Heiða Reed leikkona er sjóðheit þessa daga. Hún leikur Stellu Blómkvist í splunkunýrri þáttaröð í Sjónvarpi Símans og er með stórt hlutverk í þáttaröðinni FBI International, sem sömuleiðis hefur hafið göngu sína í Sjónvarpi Símans.

Þorsteinn J. hitti Heiðu í Búdapest um helgina, þar sem hún dvelur vegna vinnu sinnar við FBI International. Viðtalið er væntanlegt í Sjónvarp Símans, en hér er smá brot, þar sem Heiða ræðir um karakterinn Stellu Blómkvist og hvernig hún undirbjó hlutverkið.

„Stella Blómkvist er stórbrotinn karakter að leika. Við ákváðum að hafa hana platínum ljóshærða í nýju seríunni og eins og alltaf, hugsar ekki um afleiðingarnar gjörða sinna heldur gerir allt sem henni dettur í hug,“ segir hún. 

Heiða segist líka hafa sótt sér innblástur fyrir hlutverk Stellu í klassískar leynilögreglumyndir og leikara eins og Humphrey Bogart og Brad Pitt, „Here's looking at you kid“ eins og þar stendur.

mbl.is