Landskjörstjórn úthlutar þingsætum á föstudag

Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar.
Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Jakob Fannar Sigurðsson

Krist­ín Edwald formaður lands­kjör­stjórn­ar seg­ir stjórn­ina ætla að koma sam­an strax á föstu­dag­inn klukk­an 16 til þess að út­hluta þing­sæt­um og gefa út kjör­bréf. Að því loknu get­ur Alþingi hafið ferli til þess að skipa kjör­bréfa­nefnd.

Spurð hvort þetta hafi verið ákvörðun lands­kjör­stjórn­ar eða annarra seg­ir Krist­ín það hafa ákvörðun stjórn­ar­inn­ar: „Við sáum enga ástæðu til þess að tefja ferlið.“

Lands­kjör­stjórn bókaði í gær að ekki hafi borist staðfest­ing frá yfir­kjör­stjórn Norðvest­ur­kjör­dæm­is um að meðferð kjör­gagna hefði verið full­nægj­andi.

Will­um Þór Þórs­son, starf­andi for­seti Alþing­is, sagði í há­deg­is­frétt­um Rúv að eft­ir fund lands­kjör­stjórn­ar kom­ist málið á borð þings­ins sem geti þá hafið af­greiðslu­ferli kjör­bréf­anna.

Und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd og kjör­bréfa­nefnd

„Alþingi skip­ar und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd sem afl­ar gagna um málið og grein­ir þess­ar niður­stöður og und­ir­býr álit fyr­ir Alþingi áður en það kem­ur sam­an. Við þing­setn­ingu er þá kosið um þá nefnd sem fer yfir það álit sem und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd hef­ur und­ir­búið fyr­ir kjör­bréfa­nefnd,“ sagði Will­um í frétta­tím­an­um.

Hann sagði að Alþingi geti ekki safnað til­lög­um frá þing­flokks­for­mönn­um um skip­un í kjör­bréfa­nefnd­ina fyrr en út­hlut­un­ar­fundi lands­kjör­stjórn­ar sé lokið og því ger­ist ekk­ert fyrr en að þeim fundi lokn­um.

mbl.is