Vonir um „stóra“ vertíð

Graf/mbl.is

Frumniður­stöður úr loðnu­leiðangri fyrr í mánuðinum „sýna að þær vænt­ing­ar sem voru um veiðar kom­andi vertíðar munu stand­ast. Því er fyr­ir séð að Haf­rann­sókna­stofn­un mun leggja til aukn­ingu afla­marks þegar út­reikn­ing­um á stærð veiðistofns­ins verður að fullu lokið“, seg­ir í til­kynn­ingu sem stofn­un­in sendi frá sér í gær.

Hver ráðgjöf­in verður á að liggja fyr­ir á föstu­dag, en ljóst virðist að hún verði um­fram þau 400 þúsund tonn, sem miðað var við eft­ir mæl­ingu á ung­loðnu í fyrra­haust. „Þar sem mik­il óvissa er um tengsl ung­loðnu og veiðistofns ári síðar var um að ræða var­færna ráðgjöf,“ seg­ir í til­kynn­ingu Hafró. Fram hef­ur komið í Morg­un­blaðinu að ef ekki væri fyr­ir varúðarnálg­un í gild­andi afla­reglu hefði upp­hafskvót­inn verið um 700 þúsund tonn.

Ein stærsta vertíðin lengi

Ljóst er að vertíðin í vet­ur get­ur orðið ein sú stærsta lengi eins og sjá má á meðfylgj­andi grafi. Vet­ur­inn 2014/​15 var ráðgjöf um veiðar alls upp á 580 þúsund tonn, en þá voru veidd 517 þúsund tonn. Heild­arafl­inn varð 174 þúsund árið á eft­ir og ná­lægt 300 þúsund tonn­um bæði 2017 og 2018.

Svo kom áfallið og hvorki 2019 né 2020 voru loðnu­veiðar leyfðar við landið. Eft­ir svipt­ing­ar í ráðgjöf og loðnu­leit síðasta vet­ur endaði kvót­inn í 127.300 tonn­um, en upp­haf­lega var reiknað með 170 þúsund tonn­um. Á tíma­bili var þó út­lit fyr­ir að eng­ar loðnu­veiðar yrðu leyfðar.

Loðnu­veiðar skipta miklu máli fyr­ir fólk, fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og þjóðarbúið í heild, en mestu af loðnunni er landað frá Þórs­höfn suður um til Vest­manna­eyja, en einnig eru loðnu­hrogn unn­in á Akra­nesi. Í hlut ís­lenskra veiðiskipa komu rúm­lega 70 þúsund tonn á síðustu vertíð og tókst að há­marka verðmæti úr afurðunum með áherslu á fryst­ingu loðnu­hrogna.

Meðal ann­ars vegna banns við loðnu­veiðum tvö ár á und­an var mik­il eft­ir­spurn og hátt verð fékkst fyr­ir afurðir. Talið er að loðnu­vertíðin í vet­ur hafi alls skilað yfir 20 millj­örðum í út­flutn­ings­verðmæti, en þá eru meðtal­in verðmæti sem sköpuðust við vinnslu á loðnu frá norsk­um veiðiskip­um. Að sama skapi er lík­legt að fram­boð afurða úr meira en 400 þúsund tonn­um af hrá­efni myndi hafa áhrif á mann­eld­is­markaði til verðlækk­un­ar.

Samn­ing­ar við er­lend ríki

Fleiri koma að loðnu­veiðum við landið en Íslend­ing­ar. Af út­gefn­um heild­arkvóta koma 80% í hlut Íslands, Græn­lend­ing­ar fá 15% og Norðmenn 5%. Sam­kvæmt samn­ingi Íslend­inga og Fær­ey­inga koma 5% af heild­inni í hlut Fær­ey­inga, að há­marki 25.000 tonn, og er sá afli tek­inn af hlut Íslands. Smugu­samn­ing­ur Íslend­inga og Norðmanna fel­ur síðan í sér að Norðmenn mega veiða hér við land um 30 þúsund tonn af loðnu, sem koma á móti þorskveiðum Íslend­inga í Bar­ents­hafi.

Í gær hófst ein­mitt tveggja daga strand­ríkja­fund­ur Íslend­inga, Græn­lend­inga og Norðmanna um loðnu­veiðar og fer fund­ur­inn fram í Reykja­vík.

Mak­ríll, síld og kol­munni

Loðnuráðgjöf­in er vænt­an­leg frá Hafró á föstu­dag, en á morg­un, fimmtu­dag, mun Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) veita ráð um veiðar næsta árs fyr­ir kol­munna, mak­ríl og norsk-ís­lenska síld.

Í sam­eig­in­leg­um upp­sjáv­ar­leiðangri Íslend­inga, Fær­ey­inga, Norðmanna og Dana sem far­inn var á norður­slóðir í júlí í sum­ar mæld­ist mun minna af mak­ríl en síðustu ár. Vísi­tala líf­massa mak­ríls var met­in 5,15 millj­ón­ir tonna sem er 58% lækk­un frá ár­inu 2020 og er minnsti líf­massi sem mælst hef­ur síðan 2012. Niður­stöður leiðang­urs­ins eru, ásamt öðrum gögn­um, notaðar við mat á stofn­stærð mak­ríls.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: