Hagnaður Samherja nam tæpum 8 milljörðum

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Hagnaður Sam­herja árs­ins 2020 taldi 7,8 millj­arða króna en rekstr­ar­tekj­ur sam­stæðunn­ar námu 46,5 millj­örðum. Þá var ákvörðun tek­in um að greiða ekki út arð vegna síðasta árs.

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu fé­lags­ins.

Í árs­upp­gjör­inu, sem kynnt var á aðal­fundi Sam­herja í gær, kom fram að eigið fé fé­lags­ins und­ir lok 2020 hafi numið 78 millj­örðum króna og var eig­in­fjár­hlut­fallið 72%, að því er kem­ur fram í til­kynn­ing­unni.

Lykiltölur úr rekstri Samherja fyrir árið 2020.
Lyk­il­töl­ur úr rekstri Sam­herja fyr­ir árið 2020. Árs­reikn­ing­ur/​Sam­herji

Var þá stjórn fé­lags­ins end­ur­kjör­in en formaður stjórn­ar er Ei­rík­ur S. Jó­hanns­son. Með hon­um í stjórn sitja þau Dagný Linda Kristjáns­dótt­ir, Helga Stein­unn Guðmunds­dótt­ir, Kristján Vil­helms­son og Óskar Magnús­son.

Stór­ar fjár­fest­ing­ar á ár­inu

Stærstu fjár­fest­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á ár­inu voru smíðar á nýja skip­inu Vil­helm Þor­steins­syni EA 11, sem ætlað er til upp­sjáv­ar­veiða, og ný fisk­vinnsla á Dal­vík.

„Þess­ar fjár­fest­ing­ar end­ur­spegla vilja og metnað fé­lags­ins til upp­bygg­ing­ar, þannig að starfs­fólk vinni við bestu aðstæður og fram­leiði hágæða vör­ur fyr­ir kröfu­h­arða markaði,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Gott gengi þrátt fyr­ir far­ald­ur

Kem­ur þá einnig fram að heims­far­ald­ur­inn hafi reynst áskor­un í rekstr­in­um, hafi þá ekki verið hægt að hleypa ut­anaðkom­andi sér­fræðing­um inn í vinnslu­húsið á Dal­vík mánuðum sam­an. Auk þess voru aðstæður við smíði nýja skips­ins krefj­andi vegna far­ald­urs­ins.

„Þegar litið er til síðasta árs, má segja að rekst­ur­inn hafi verið hálf­gerð rúss­íbanareið vegna áhrifa heims­far­ald­urs­ins. Vegna þessa reyndi veru­lega á sam­stöðu allra og út­sjón­ar­semi. Okk­ur tókst að halda úti skipa­flot­an­um, vinnsl­un­um og ann­arri starf­semi, þannig að rekst­ur­inn hélst svo að segja óbreytt­ur. Þetta er af­rek sam­stillts starfs­fólks, leyfi ég mér að [full­yrða],“ er haft eft­ir Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja í til­kynn­ing­unni.

mbl.is