Haldi sama fjölda ráðuneyta að öllu öðru óbreyttu

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sagði að lokn­um fundi formanna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja að ekki væri tíma­bært að ræða ráðherra­stóla. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndi þó í öllu falli halda sama fjölda ráðuneyta að öllu öðru óbreyttu.

Finnst ykk­ur þið vera far­in að sjá til lands? Er það góð til­finn­ing sem þið farið með inn í helg­ina?

„Ég er alla vega ekki með neinn hnút í mag­an­um en þetta er auðvitað stór­mál að horfa til fjög­urra ára og draga upp framtíðar­sýn fyr­ir land og þjóð. Það er ekki eitt­hvað sem maður kast­ar til hend­inni með,“ sagði hann þegar mbl.is náði tali af hon­um við ráðherra­bú­staðinn.

Nú fari hann og ræði stöðuna við þing­flokk­inn. „Þetta er allt að mjak­ast í rétta átt finnst mér, eng­in stór­kost­leg vanda­mál, við þekkj­umst auðvitað vel og allt það en okk­ur líður þannig að við þurf­um að halda aðeins áfram að tala sam­an.“

Spurður hvort rætt hafi verið eitt­hvað um upp­stokk­un eða fjölg­un ráðuneyta sagði Bjarni að það hafi „aðeins laus­lega“ verið rætt. Þá hafi ekki enn verið rætt um ráðherra­stóla.

„Nei, alls ekki neitt. Bara laus­leg­ar þreif­ing­ar hvað það varðar. Það er hluti af því sem er eft­ir og hluti af ástæðunni fyr­ir því að við þurf­um að hitt­ast áfram áður en við kom­umst á næsta stig.“

Ágætt fyr­ir mála­flokka að gera breyt­ing­ar

Spurður hvort Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn muni gera kröfu um sömu ráðuneyti og síðustu fjög­ur ár sagði hann:

„Við mynd­um í öllu falli alltaf horfa þannig á það að við þyrft­um að halda sama ráðuneyta­fjölda að öllu öðru óbreyttu. En það er ekk­ert skil­yrði af okk­ar hálfu að all­ir séu áfram í sömu stól­um.“

Kannski með því að hleypa yngra fólki inn?

„Ég er ekk­ert endi­lega að tala um fólk held­ur bara skipu­lagið í Stjórn­ar­ráðinu og hvernig við röðum verk­efn­um inn í ráðuneyti og hvort það geti ekki bara verið ágætt fyr­ir mála­flokka að gera breyt­ing­ar reglu­lega.“

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Guðrún Haf­steins­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Ekki tíma­bært að ræða ráðherra­stóla

Innt­ur eft­ir því hvort Guðrún Haf­steins­dótt­ir, odd­viti flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, komi til greina sem nýr ráðherra flokks­ins í stað Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, seg­ir Bjarni:

„Það er bara ekki komið að því að ræða það.“

Þú ert nú á leið á þing­flokks­fund að ræða við þitt fólk, hvað ger­ist svo um helg­ina?

„Ég ætla að halda upp á af­mæli dótt­ur minn­ar og aðeins reyna að slaka á. Við erum búin að vera í rosa­lega löng­um spretti. Ég held við þurf­um öll aðeins að standa upp, teygja úr okk­ur og draga að okk­ur fersku haustloft­inu og koma svo fersk aft­ur að þessu á mánu­dag­inn.“

mbl.is