Ráðleggja veiðar á allt að 904.200 tonnum

Loðnunótin tekin um borð í Víking.
Loðnunótin tekin um borð í Víking. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haf­rann­sókna­stofn­un ráðlegg­ur veiðar á allt að 904.200 tonn­um af loðnu fyr­ir kom­andi vertíð. Und­an­far­in ár hafa verið frek­ar rýr og því um tölu­verða aukn­ingu að ræða frá síðasta vetri en þá var kvót­inn 127.300 tonn.

Þetta kom fram á fundi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í dag.

Mun þetta vera stærsta ráðstöf­un í ein 20 ár en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um úr at­vinnu­vegaráðuneyt­inu er fyr­ir­hugað að staðfesta ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar fljót­lega eft­ir helgi.

Í upp­hafs­ráðgjöf sem veitt var í des­em­ber á síðasta ári, sem byggði á mæl­ing­um á ókynþroska ung­loðnu í sept­em­ber 2020, var talað um veiðar á allt að 400 þúsund tonn­um fyr­ir kom­andi vertíð. Þeirri ráðgjöf var þó tekið með mikl­um fyr­ir­vara í ljósi þeirra óvissu tengsla sem ríkja milli ung­loðnu og veiðistofns ári síðar.

Frumniður­stöður úr loðnu­leiðangri haf­rann­sókna­skip­anna Árna Friðriks­son­ar og Bjarna Sæ­munds­son­ar fyrr í mánuðinum virt­ust síðan staðfesta þær vænt­ing­ar sem hafa verið upp á ten­ingn­um varðandi kom­andi vertíð.

Mikl­ar breyt­ing­ar síðustu ár

Loðnu­vertíðin hef­ur verið mjög sveiflu­kennd und­an­far­in ár. Vet­ur­inn 2014/​2015 voru veidd 517 þúsund tonn, ári seinna var heild­arafl­inn 174 þúsund tonn, og árin 2017 og 2018 var hann í kring­um 300 þúsund tonn.

Árin 2019 og 2020 voru loðnu­veiðar síðan ekki leyfðar við landið en kvót­inn endaði þó í 127.300 tonn­um síðasta vet­ur eft­ir mikla loðnu­leit og svipt­ing­ar í ráðgjöf.

Af út­gefn­um heild­arkvóta loðnu­veiða við Ísland mun 80% falla í hlut Íslend­inga, 15% til Græn­lend­inga og 5% til Norðmanna. Rík­ir einnig samn­ing­ur milli Íslend­inga og Fær­ey­inga um að þeir fái 5% af heild­arkvóta, að há­marki 25.000 tonn, sem tekið er af hluta Íslands.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is