Sjávarútvegsfyrirtækin taka kipp í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Græn­ar töl­ur ráða ríkj­um hjá skráðum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um í Kaup­höll­inni í kjöl­far þeirra frétta sem bár­ust í morg­un um ráðlegg­ingu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, en hún ráðlegg­ur veiðar á allt að 904.200 tonn­um af loðnu fyr­ir kom­andi vertíð.

Hafa hluta­bréf í Brim hækkað um 10,6% það sem af er degi og bréf í Sílda­vinnsl­unni um 8,36%. 

Brim hef­ur nú hækkað um 33% síðustu vik­una og Síld­ar­vinnsl­an um 22%.

mbl.is