Grænar tölur ráða ríkjum hjá skráðum sjávarútvegsfyrirtækjum í Kauphöllinni í kjölfar þeirra frétta sem bárust í morgun um ráðleggingu Hafrannsóknastofnunar, en hún ráðleggur veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð.
Hafa hlutabréf í Brim hækkað um 10,6% það sem af er degi og bréf í Síldavinnslunni um 8,36%.
Brim hefur nú hækkað um 33% síðustu vikuna og Síldarvinnslan um 22%.