Sterk nýliðun lykilatriði

Birkir Bárðarson, fiskifræðingur Hafrannsóknastofnunar.
Birkir Bárðarson, fiskifræðingur Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sterk nýliðun er lyk­il­atriði í stofn­stærð loðnunn­ar sem við sjá­um nú, að sögn Birk­is Bárðar­son­ar fiski­fræðings hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, en ung­loðnu­mæl­ing­in úr síðasta leiðangri er sú þriðja hæsta sem Hafró hef­ur staðið fyr­ir. Mæld­ist veiðistofn­inn þá yfir 1,8 millj­ón tonna.

Haf­rann­sókna­stofn­un kynnti í morg­un ráðlegg­ing­ar sín­ar varðandi veiðar á loðnu fyr­ir fisk­veiðiárið 2021/​22. Var þá kveðið á um allt að sjö­falt hærri ráðlegg­ingu en fyr­ir síðustu vertíð, eða allt að 904 þúsund tonn sam­an­borið við 127 þúsund tonn í fyrra.

Birk­ir kveðst ekki geta sagt til um hversu mik­il verðmæta­sköp­un mun fel­ast í þess­ari ráðgjöf. Seg­ir hann þó liggja skýrt fyr­ir að verðmætið sé gríðarlega mikið og hlaupi á mörg­um millj­örðum fyr­ir þjóðarbúið. Tel­ur hann þó að þetta mikla fram­boð muni hafa áhrif á verðið.

Talið er að síðasta loðnu­vertíð hafi skilað yfir 20 millj­örðum í út­flutn­ings­verðmæti, að meðtöldu því verðmæti sem fékkst frá norsk­um veiðiskip­um. Ef miðað er við sama verð gæti það þýtt tekj­ur upp á 140 millj­arða.

Erfitt að skýra þessa þróun ná­kvæm­lega

Aðspurður kveðst Birk­ir ekki geta staðfest hvort var­færn­ar afla­regl­ur frá 2015 hafi skilað þeirri upp­skeru sem við sjá­um í dag. Hins veg­ar seg­ir hann at­hygl­is­vert að sjá að í þau skipti þar sem veiði hef­ur verið stöðvuð fylg­ir því oft sterk nýliðun.

„Sem bet­ur fer eru ekki mörg til­felli þar sem veiðar eru stoppaðar en sögu­lega hef­ur það gefið góða nýliðun í kjöl­farið. Hvort að það er til­vilj­un vil ég ekki full­yrða en það er góður punkt­ur.“

Spurður hvaða aðrar skýr­ing­ar séu mögu­leg­ar á þess­um breyt­ing­um í stofn­stærðinni, seg­ir hann að erfitt sé að segja ná­kvæm­lega til um það.

„Það er í raun ekki hægt að full­yrða hvað það er sem veld­ur þess­um breyt­ing­um í stofn­stærð loðnunn­ar en það sem ligg­ur bein­ast til er um­hverfið og vist­kerfið. Í því til­liti þá eru þætt­ir eins og hita­stig sjáv­ar sem við vit­um að hef­ur breyst og út­breiðsla haf­íss­ins.“

mbl.is