156 sinnum strikað yfir nafn Ásmundar

Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson.

Nú þegar niður­stöður kosn­ing­anna liggja fyr­ir má sjá hvort út­strik­an­ir hafi haft áhrif á lista þing­flokka.

Í Suður­kjör­dæmi var oft­ast strikað yfir nafn Ásmund­ar Friðriks­son­ar, sem skipaði þriðja sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í kjör­dæm­inu, eða 156 sinn­um sem jafn­gild­ir 2,14% kjós­enda flokks­ins.

Mun oft­ar var strikað yfir nafn Ásmund­ar en nokk­urs ann­ars þing­manns í kjör­dæm­inu en á eft­ir hon­um kem­ur Vil­hjálm­ur Árna­son, sem skipaði annað sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins. 38 sinn­um var strikað yfir nafn hans sem jafn­gild­ir 0,52% kjós­enda flokks­ins.

Guðrún og Sig­urður Ingi

Þar á eft­ir kem­ur Guðrún Haf­steins­dótt­ir, sem skipaði fyrsta sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í kjör­dæm­inu, en 28 sinn­um var strikað yfir nafn henn­ar sem jafn­gild­ir 0,38% kjós­enda flokks­ins.

17 sinn­um var strikað yfir nafn Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, sem skipaði efsta sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í kjör­dæm­inu, sem jafn­gild­ir 0,24% kjós­enda flokks­ins.

Til þess að fella mann í fyrsta sæti niður um sæti þurfa 25% kjós­enda að strika út nafn hans, hlut­fallið fyr­ir annað sætið er 20% og fyr­ir þriðja sætið er það 14,3%.

Hér má sjá list­ann í heild sinni.

mbl.is