Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir má sjá hvort útstrikanir hafi haft áhrif á lista þingflokka.
Í Norðausturkjördæmi var oftast strikað yfir nafn Njáls Trausta Friðbertssonar, sem skipaði fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, eða 55 sinnum sem jafngildir 1,27% kjósenda flokksins.
38 sinnum var strikað yfir nafn Ingibjargar Ólafar Isaksen, sem skipaði fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, sem jafngildir 0,63% kjósenda flokksins og 27 sinnum var strikað yfir nafn Líneikar Önnu Sævarsdóttur, sem skipaði annað sæti á lista Framsóknar í kjördæminu, sem jafngildir 0,45 kjósenda flokksins.
30 sinnum var strikað yfir nafn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem skipaði fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í kjördæminu, sem jafngildir 0,99% kjósenda flokksins.
29 sinnum var strikað yfir nafn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, sem skipaði annað sæti á lista Miðflokksins, sem jafngildir 1,39% kjósenda flokksins og 13 sinnum var strikað yfir nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins, sem skipaði fyrsta sæti á lista flokksins, sem jafngildir 0,62% kjósenda flokksins.
Þá var strikað 22 sinnum yfir nafn Jakobs Frímanns Magnússonar, sem skipaði efsta sæti á lista Flokks fólksins í kjördæminu, sem jafngildir 1,09% kjósenda flokksins.
Til þess að fella mann í fyrsta sæti niður um sæti þurfa 25% kjósenda að strika út nafn hans, hlutfallið fyrir annað sætið er 20% og fyrir þriðja sætið er það 14,3%.
Hér má sjá listann í heild sinni.