Píratar tilbúnir að styðja minnihlutastjórn

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. mbl.is/Hari

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, seg­ir flokk­inn vera til­bú­inn til að styðja minni­hluta­stjórn Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

„Það er kannski tími til kom­inn til að líta til fjöl­breytt­ari stjórn­ar­forma og fjöl­breytt­ari stjórn­ar­hátta held­ur en við höf­um gert áður til þess að tak­ast á við nýja tíma í póli­tík og við erum alla vega til­bú­in til að leggja okk­ar af mörk­um,” sagði hún í Silfr­inu.

Með því að styðja minni­hluta­stjórn gera Pírat­ar ekki kröfu um að vera í rík­is­stjórn, þó svo að það komi líka til greina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina